Fara í efni  

Afnot af bæjarlandi

Tímabundin afnot bæjarlands

Óheimilt er að nota land í eigu Akraneskaupstaðar, jafnt utan skilgreindra lóða sem innan óúthlutaðra lóða, án leyfis Akraneskaupstaðar.

Hægt er að sækja um leyfi fyrir tímabundnum afnotum af bæjarlandi Akraneskaupstaðar, utan skilgreindra lóðarmarka, svo sem af opnum svæðum, gatnamannvirkjum og gönguleiðum, séu fyrir því lögmætar og málefnalegar ástæður og ef nauðsyn krefur, einkum vegna framkvæmda. Undir þetta falla stærri viðburðir, rof á yfirborði vegna lagna og strengja. Þessar reglur eiga einnig við um tímabundin afnot af óúthlutuðum lóðum.

Tímabundin afnot af bæjarlandi eru veitt í samræmi við reglur bæjarstjórnar frá 9.7.2024 Sjá hér
Með umsókninni samþykkir umsækjandi að bera ábyrgð á að afnotin, merkingar og frágangur, fylgi öllum ákvæðum reglugerðar og leyfis.

Sækja skal um afnotin (linkur) í gegnum þjónustugátt á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Umsókn skal berast með minnst 3 vikna fyrirvara, nema bilun eða neyðartilvik komi upp. Þá skal senda inn umsókn sem fyrst.

Tilkynning um truflun á umferð skal tilkynna með sérstakri umsókn Sækja um hér, en afnotin geta fallið undir þessar reglur.

Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri Akraneskaupstaðar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00