FW: Ályktanir aðalfundar Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar
Málsnúmer1503166
MálsaðiliStarfsmannafélag Reykjavborgar
Tengiliður
Sent tilGuðný J. Ólafsdóttir
SendandiGuðný J. Ólafsdóttir
CC
Sent23.03.2015
Viðhengi
image001.jpg

 

From: Jakobína Þórðardóttir [mailto:jakobina@strv.is]
Sent: 23. mars 2015 14:59
Subject: FW: Ályktanir aðalfundar Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar

 

Ágæti viðtakandi,

 

Starfsmannafélag Reykjavíkurborga vill vekja athygli á því að á aðalfundi Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar haldinn 10. mars og á framhaldsaðalfundi 18 mars s.l. voru eftirfarandir ályktanir samþykktar.

 

Aðalfundur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar 10. mars 2015 fagnar tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnudags án launaskerðingar. Í kjarasamningum hefur St.Rv. oft verið með styttingu vinnutímans sem lið í kröfugerð sinni og þing BSRB hafa hvað eftir annað ályktað um sama efni. Íslendingar þurfa að vinna lengur en launþegar á hinum Norðurlöndunum  og í flestum þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Langur vinnutími skerðir lífsgæði og kemur ekki síst niður á börnunum. Einnig bendir flest til að langur vinnutími dragi úr framleiðni. Það eru því allar líkur á að stytting vinnutímans sé hagkvæm fyrir alla, vinnandi fólk og börn þess, fyrirtækin, vinnustaðina og samfélagið í heild. Ályktunin var samþykkt með áorðnum breytingum.

 

2.

Aðalfundur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar 10. mars 2015 hafnar því að láglaunafólki sé gert að bera ábyrgð á stöðugleika efnahagslífsins. Slík rök gegn kröfum um mannsæmandi laun hinna lægstlaunuðu eru svívirðileg úr munni þeirra sem skammta sér margföld laun á við almennt launafólk í landinu. Það er ekki láglaunafólkið sem hér hefur valdið efnahagslegum kollsteypum að undanförnu. Við vísum öllu slíku tali til föðurhúsanna.

 

 

3.

Aðalfundur Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar 10. mars 2015 varar við því að haldið verði áfram þar sem frá var horfið við hrun efnahagskerfisins árið 2008 með sölu opinberra fyrirtækja, svo sem Landsvirkjunar og annarra orkufyrirtækja. Fundurinn varar sérstaklega við þeim hugmyndum sem nú virðast komnar á kreik um einkavæðingu í velferðarkerfinu. Á árunum fyrir hrun kallaði BSRB til sín fjölda sérfræðinga sem höfðu rannsakað einkavæðingu í öðrum löndum og þeirra niðurstaða var öll á sama veg, að einkavæðingin skaðaði velferðarþjónustuna og væri andstæð hagsmunum almennings.

 


4.

Aðalfundur St.Rv. haldinn 18. mars 2015 lýsir þungum áhyggjum af mikill gjaldtöku bankastofnana af viðskiptavinum sínum. Slík gjaldtaka er aðför að hag almennings og  heimila í landinu. Engin haldbær rök hafa komið fram sem réttlæta þjónustugjöld þessi. Þau virðast helst vera til komin til að standa undir arði bankanna sjálfra.

Með bestu kveðju,

f.h. stjórnar

__________________________________________________________________________________________

Jakobína Þórðardóttir, framkvæmdastjóri, Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar

354-525-8333/354-864-8333- jakobina@strv.bsrb.is- www.strv.is

strv