Velferðarráðuneytið þakkar þann áhuga og
velvilja sem Akraneskaupstaður hefur sýnt áformum um móttöku flóttafólks.
Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar er fyrirhugað
að taka á móti flóttamönnum með milligöngu Flóttamannastofnunar Sameinuðu
þjóðanna og er undirbúningur vegna móttöku fyrsta hópsins þegar hafinn.
Að fenginni tillögu flóttamannanefndar hefur félags- og húsnæðismálaráðherra
ákveðið að þekkjast boð sveitarfélaganna Akureyrar, Hafnarfjarðar og Kópavogs
um að taka á móti fyrsta hópnum sem mun koma í desember.
Í ljósi þess að stjórnvöld fyrirhuga að bjóða
fleira flóttafólki að setjast að á Íslandi á næsta ári hefur verið ákveðið
að halda fund með fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem sýnt hafa málefninu
áhuga þar sem þeim verður kynnt nánar hvað felst í móttöku flóttafólks.
Jafnframt mun ráðuneytið ræða málefni flóttafólks
sem fengið hefur alþjóðlega vernd hér á landi eftir hælismeðferð en alls
hafa 54 einstaklingar fengið stöðu flóttamanns á þessu ári sem er veruleg
aukning frá fyrri árum. Ráðuneytið vill með þessu bréfi kanna áhuga fulltrúa
þeirra sveitarfélaga sem sýnt hafa áhuga á móttöku kvótaflóttafólks á því
hvort vilji sé til þess að taka á móti einstaklingum og fjölskyldum sem
fengið hafa stöðu flóttamanns og eru nú þegar á landinu.
Kynningarfundurinn verður haldinn í velferðarráðuneytinu
föstudaginn 23. október kl. 13.00 - 16.00. Vinsamlegast staðfestið komu
á fundinn með því að svara þessum tölvupósti.
Linda Rós Alfreðsdóttir, linda.ros@vel.is,
sérfræðingur í velferðarráðuneytinu og starfsmaður flóttamannanefndar veitir
nánari upplýsingar.
Með kveðju,
|
Lovísa Lilliendahl, verkefnisstjóri / Project Manager
Velferðarráðuneyti / Ministry of Welfare
Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 101 Reykjavík, Iceland
Sími/Tel: +(354) 545 8100 - Fax: +(354) 551 9165
velferdarraduneyti.is
/ Fyrirvari/Disclaimer
|