FW: 1001dagur
Málsnúmer1512030
MálsaðiliBarnaverndarstofa
Tengiliður
Sent tilGuðný J. Ólafsdóttir
SendandiAkranes Email
CC
Sent04.12.2015
Viðhengi
1001dagur.pdf1001 critical days.pdf

 

 

From: 1001 DAGUR [mailto:1001dagur@gmail.com]
Sent: 4. desember 2015 11:17
To: upplysingar@reykjavik.is; kopavogur@kopavogur.is; postur@seltjarnarnes.is; gardabaer@gardabaer.is; hafnarfjordur@hafnarfjordur.is; mos@mos.is; oddviti@kjos.is; reykjanesbaer@reykjanesbaer.is; grindavik@grindavik.is; sandgerdi@sandgerdi.is; gardur@svgardur.is; skrifstofa@vogar.is; Akranes Email ; skorradalur@skorradalur.is; hvalfjardarsveit@hvalfjardarsveit.is; borgarbyggd@borgarbyggd.is; grundarfjordur@grundarfjordur.is; gaviaisl@vortex.is; stykkisholmur@stykkisholmur.is; eyjaogmiklaholtshreppur@vortex.is; snb@snb.is; dalir@dalir.is; bolungarvik@bolungarvik.is; postur@isafjordur.is; sveitarstjori@reykholar.is; talknafjordur@talknafjordur.is; vesturbyggd@vesturbyggd.is; sudavik@sudavik.is; arneshreppur@arneshreppur.is; drangsnes@drangsnes.is; strandabyggd@strandabyggd.is; skagafjordur@skagafjordur.is; skrifstofa@hunathing.is; arnar@blonduos.is; skagastrond@skagastrond.is; hafnir@simnet.is; hunavatnshreppur@emax.is; dalla@kirkjan.is; akureyri@akureyri.is; nordurthing@nordurthing.is; fjallabyggd@fjallabyggd.is; dalvik@dalvik.is; esveit@esveit.is; horgarsveit@horgarsveit.is; postur@svalbardsstrond.is; sveitarstjori@grenivik.is; sveitarstjori@myv.is; skrifstofa@tjorneshreppur.is; thingeyjarsveit@thingeyjarsveit.is; svalbardshreppur@svalbardshreppur.is; sveitarstjori@langanesbyggd.is; sfk@sfk.is; fjardabyggd@fjardabyggd.is; skrifstofa@vopnafjardarhreppur.is; fljotsdalshreppur@fljotsdalur.is; borg@eldhorn.is; hreppur@breiddalur.is; djupivogur@djupivogur.is; egilsstadir@egilsstadir.is; radhus@hornafjordur.is; postur@vestmannaeyjar.is; radhus@arborg.is; myrdalshreppur@vik.is; klaustur@klaustur.is; asahreppur@asahreppur.is; hvolsvollur@hvolsvollur.is; ry@ry.is; hruni@fludir.is; hve@hveragerdi.is; olfus@olfus.is; gogg@gogg.is; skeidgnup@skeidgnup.is; blaskogabyggd@blaskogabyggd.is; floahreppur@floahreppur.is
Subject: 1001dagur

 

Berist til oddvita sveitarfélagsins.

Fyrir ári síðan eða 24. október 2014 stóðu nokkrar stofnanir fyrir námstefnu varðandi þverfaglegt samstarf í vinnu með börn og fjölskyldur sjá slóðina http://www.bvs.is/barnaverndastofa/frettir/nr/757 Námstefnuna sótti breiður hópur fagfólks sem vinnur að þjónustu við börn og fjölskyldur. Ákveðið var að stofna til vinnuhóps með það markmið að fylgja eftir hugmyndum sem fram komu á námstefnunni. Vinnuhópurinn hefur meðal annars komið sér saman um eftirfarandi áskorun til stjórnmálamanna:

1001 dagur - ákall til stjórnmálamanna!

Fyrsti 1001 dagurinn í lífi barna, frá getnaði til 2ja ára, leggur grunninn að lífsgæðum og geðheilsu ævina á enda. Á þessu tímabili þroskast tilfinningalíf og heili barna meira en á nokkru öðru lífsskeiði en þá læra börn að finna til öryggis, að þau geti treyst fólki og séu elskuð. Þetta er undirstaða þess að þau geti myndað jákvæð tengsl við aðra og tekist á við áskoranir lífsins. Rannsóknir undanfarinna áratuga hafa varpað ljósi á hversu alvarleg áhrif skortur á stöðugleika, umhyggju og hlýju á meðgöngu og fyrstu árin geta verið. Þessi skortur veldur streitu sem getur haft áhrif á þroska barna og jafnvel óafturkræfar breytingar á heilastarfsemi.

Tímabilið frá getnaði til tveggja ára aldurs barns er oftast tími gleði og mikilla viðburða í lífi foreldra. Umbreyting á hlutverkum, ný verkefni, áður óþekktar tilfinningar og þarfir ásamt nýju álagi og óöryggi kalla því á fræðslu og stuðning fyrir verðandi foreldra. Í aðgerðaáætlun stjórnvalda frá 2007 til að styrkja stöðu barna og ungmenna var sérstaklega kveðið á um fræðslu og ráðgjöf fyrir foreldra fyrsta barns og á það ekki síður við nú. Samfélagsáhrif á mannlega hegðun og samskipti skapa parsambandi og ungbörnum breytt skilyrði. Með því að tryggja þeim 4000 börnum sem fæðast árlega á Íslandi 1001 dag í öryggi og nánd með báðum foreldrum má treysta tengslagrunn hvers barns. Þannig skapast hverju barni skilyrði til að þroskast, verða heilsteypt manneskja og virkur samfélagsþegn.

Nauðsynlegt er að byggja upp þjónustu sem sérhæfir sig í snemmtækri íhlutun fyrir börn í áhættu á þessu aldursskeiði. Eins og fram kemur í drögum að geðheilbrigðisstefnu íslenskra stjórnvalda hafa aðgerðir sem styðja foreldra í uppeldis og umönnunarhlutverki víðtæk jákvæð áhrif á samfélagið. Það skilar sér í farsælli skólagöngu og minna brottfalli, lægri glæpatíðni, betri atvinnu og efnahagsstöðu. Slíkar forvarnir draga úr stórfelldum kostnaði samfélagsins.

Stjórnmálamenn af öllu pólitíska litrófinu í Bretlandi hafa látið til sín taka á þessu sviði með stefnuyfirlýsingu um 1001 dag í lífi hvers barns þar sem lögð er áhersla á að tryggja öllum börnum heilbrigt upphaf í lífinu.

Við skorum á sveitarstjórnarmenn að taka breska stjórnmálamenn til fyrirmyndar og fjárfesta í fyrsta 1001 degi í lífi barna á Íslandi.

Með von um jákvæð viðbrögð

Vinnuhópur 1001

Anna María Jónsdóttir, geðlæknir, FMB (Foreldrar-meðganga-barn) teymi göngudeildar geðdeildar LSH og Miðstöð foreldra og barna

Ástþóra Kristinsdóttir, ljósmóðir Msc og hjúkrunarfræðingur hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur hjá Fjölskyldumiðstöðinni

Elísabet Karlsdóttir, framkvæmdastjóri Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd (RBF) Háskóla Íslands

Elísabet Sigfúsdóttir, félagsráðgjafi, fjölskyldumeðferðarfræðingur hjá FMB (Foreldrar-meðganga-barn) teymi göngudeildar geðdeildar LSH

Gunnlaug Thorlacuis, félagsráðgjafi, fjölskyldumeðferðarfræðingur hjá FMB (Foreldrar-meðganga-barn) teymi göngudeildar geðdeildar LSH

Helga Hinriksdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir, Miðstöð foreldra og barna

Hulda Guðmundsdóttir, félagsráðgjafi, meðferðarfræðingur hjá Þerapeia

Katrín Guðjónsdóttir, sérfræðingur í hjúkrun, meðferðaraðili hjá FMB (Foreldrar-meðganga-barn) teymi göngudeildar geðdeildar LSH

Lucia van Vorstenbosch, sérkennari Brúarskóla við Dalbraut

Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu og hjónaráðgjafi og Gottmanleiðbeinandi

Salbjörg Bjarnadóttir, geðhjúkrunarfræðingur, verkefnastjóri eftirlits og gæða hjá Embætti landlæknis

Sigrún Daníelsdóttir, sálfræðingur, verkefnastjóri geðræktar hjá Embætti landlæknis

Sigrún Júlíusdóttir, prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands

Stefanía Arnardóttir, sérfræðingur í hjúkrun, Miðstöð foreldra og barna

Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi, sérfræðingur hjá Barnaverndarstofu

Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir hjá Miðstöð foreldra og barna

Þorgerður Gunnarsdóttir, sérfræðingur í geðhjúkrun hjá FMB (Foreldrar-meðganga-barn) teymi göngudeildar geðsviðs LSH