Löggæsla á Akranesi - athugasemd frá ÞÞÞ
Málsnúmer1607050
MálsaðiliBifreiðastöð Þórðar Þ Þórð ehf
Tengiliður
Sent tilGuðný J. Ólafsdóttir
SendandiGuðný J. Ólafsdóttir
CC
Sent18.07.2016
Viðhengi
image002.jpg

 

From: Ólafur Adolfsson [mailto:olafur.adolfsson@akranes.is]
Sent: 15. júlí 2016 19:08
To: Bifreiðastöð ÞÞÞ
Cc: Regína Ásvaldsdóttir
Subject: SV: Löggæsla á Akranesi

 

?Takk fyrir ábendinguna, við munum skoða málið af fyllstu alvöru

 

mbk

ÓA


Frá: Bifreiðastöð ÞÞÞ <trukkur@bifreidastod.is>
Sent: 15. júlí 2016 17:45
Til: Ólafur Adolfsson
Efni: Löggæsla á Akranesi

 

Sæll

 

Eins og áður hefur verið komið fram þá er lögreglan á Vesturlandi fjársvelt og sökum þess hefur þjónusta við borgarana minnkað og mun ég koma með dæmi um það.

 

Við hjá Bifreiðastöð ÞÞÞ höfðum samband við lögregluna á Vesturlandi og fengum samband við skrifstofuna í Borgarnesi. Óskaði ég eftir að fá að tala við vakthafandi á Akranesi en fékk þau svör að ekki næðist í neinn á Akranesi, lögreglumenn á vakt myndu ekki mæta fyrr en kl 15:00 og Jón S Ólason væri staddur í Borgarnesi (kl var um 11 þegar samtalið átti sér stað). Fékk samband við Jón S og ræddi við hann um bón mína, en okkur vantaði lögreglufylgd með skólastofu fyrir Akraneskaupstað,  frá Smiðjuvöllum að Grundaskóla. Jón S tjáði mér að engin væri á vakt á þessari stundu (fyrir utan rannsóknardeildina) og því væri enginn til að sinna þessu verkefni með svo skömmum fyrirvara.

 

Það er alveg ömurlegt að þurfa að horfa uppá það, sökum fjársveltis, að lögreglan getur ekki haldið úti þeir löggæslu sem þarf að vera og ætti að vera í byggðarlagi eins og Akranesi. Það er einungis 1 vakt í gangi á hverjum sólarhring og stendur sú vakt í 12 tíma (hina 12 tímana er bakvakt).

 

Þess má geta að lögreglumenn og þeirra yfirmenn hafa staðið sig mjög vel að sinna sínum skildum og oft meira en það. Ekki verður sakast við þá í þessu heldur snýst þetta að fjármagni sem embættið hefur úr að spila er alltaf lítið og verður úr því að bæta.

 

Varðandi bón okkar um lögreglufylgd þá kom Jón S á Akranes og gat fylgt okkur kl 13 þennan sama dag og var honum færðar þakkir fyrir það.

 

Lögreglan hefur staðið sig mjög vel í því sem hún er að gera en getur gert töluvert meira ef hún hefði til þess fjármagn.

 

Trúi því og treysti að þú farir með þetta mál allaleið og reynir allt sem í þínu valdi stendur að fá meira fjármagn til löggæslustarfa.

 

 

 

 

logo synish

 

Bestu kveðjur
Bifreiðastöð Þ.Þ.Þ.ehf
trukkur@bifreidastod.is
tel:431-1500