Málþing sveitarfélaga 5. sept. nk. um íbúasamráð og þátttöku íbúa
Málsnúmer1701095
MálsaðiliSamband íslenskra sveitarfélaga
Tengiliður
Sent tilGuðný J. Ólafsdóttir
SendandiAkranes Email
CC
Sent22.08.2017
Viðhengi
image001.gif

 

 

From: Anna G. Björnsdóttir [mailto:anna.g.bjornsdottir@samband.is]
Sent: 21. ágúst 2017 16:03
Subject: Málþing sveitarfélaga 5. sept. nk. um íbúasamráð og þátttöku íbúa

 

Ágæti viðtakandi

 

Þess er farið á leit að þessi kynningarpóstur um málþing sveitarfélaga um íbúasamráð og þátttöku verði framsendur til ráðinna og kjörinna stjórnenda í sveitarfélaginu.

Með fyrirfram þökk og kveðju

Anna G. Björnsdóttir

 

 

Málþing sveitarfélaga um íbúasamráð og þátttöku íbúa

- lykilþættir og reynsla -

5. september 2017 frá kl. 09:30-16:00

Grand hóteli Reykjavík, Sigtúni 38

Skráning á http://www.samband.is/um-okkur/fundir-og-radstefnur/ibualydraedi/skraning-ibualydraedi/

Málþingið er haldið í samvinnu við Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins[1] og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið. Markmið þess er að miðla þekkingu og reynslu til sveitarfélaga um hvernig sé hægt að stunda markvisst og árangursríkt íbúasamráð og virkja íbúa til jákvæðrar þátttöku. Jafnframt eru væntingar um að málþingið geti orðið grundvöllur að því að til verði samráðsvettvangur sveitarfélaga um þessi málefni.

Á málþinginu verður kynnt ný handbók fyrir sveitarfélög um íbúasamráð og þátttöku íbúa. Fjallað verður um lykilþætti sem tengjast yfirskrift þingsins í þremur málstofum þar sem sveitarfélög munu kynna þróunarverkefni sín og skiptast á sjónarmiðum og reynslu í umræðum eftir kynningar. Eftir málstofurnar mun fulltrúi  Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins kynna Evrópuviku um lýðræði í sveitarfélögum en markmið hennar er að hvetja sveitarfélög til að skipuleggja íbúaþátttökuviðburði í október þegar sáttmáli Evrópuráðsins um sjálfsstjórn sveitarfélag, sem Ísland er aðili að, öðlaðist gildi. Sveitarfélög eru hvött til að kynna sér verkefnið, sem á 10 ára afmæli í ár, og skoða möguleika á að skrá sig til þátttöku 2017.  Á heimasíðu þess http://www.congress-eldw.eu/en/ er hægt að velja íslenskan kynningartexta. Fulltrúi hins nýja samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytis mun flytja lokaframsögu.

Kjörnir og ráðnir stjórnendur sveitarfélaga og starfsmenn, sem hafa umsjón með íbúasamráði eða eru áhugasamir um þau mál, eru hvattir til að taka þátt í málþinginu.

Dagskrá

09:30    Inngangur og kynning á handbók um íbúasamráð og þátttöku íbúa   Anna G. Björnsdóttir sviðsstjóri

09:50    1. málstofa         Hvernig virkjum við áhuga og þekkingu íbúa? Frummælendur:

  • Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótdalshéraðs
  • Friðbjörg Matthíasdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar
  • Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi
  • Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir höfundur handbókar SASS um ungmennaráð sveitarfélaga
  • Umræður

11:30      2. málstofa        Hverfislýðræði-reynsla og lærdómur

  1. Hverfisnefndir

Frummælandi er Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði. Guðmundur Baldvin Guðmundsson bæjarfulltrúi á Akureyri, Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi og Theódóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi munu einnig miðla af reynslu sinna sveitarfélaga í umræðum eftir kynningu Gísla.

12:10-12:40          Hádegisverður

  1. Þátttaka íbúa hverfa í forgangsröðun og úthlutun fjármagns til framkvæmda og viðhalds.

Frummælandi er Theódóra S. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi. Unnur Margrét Arnardóttir, verkefnastjóri "Betri Reykjavíkur", og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Mosfellsbæjar, munu einnig miðla af reynslu sinna sveitarfélaga í umræðum eftir kynningu Theódóru.

III.                Þátttaka barna

Frummælendur eru Ævar Harðarsson, verkefnisstjóri hverfisskipulags hjá Reykjavíkuborg og Hafsteinn Karlsson skólastjóri Salaskóla, Kópavogi. Eftir kynningar þeirra verða umræður.

14:00     3. málsstofa       Þjónustusamráð og að virkja íbúa til aðgerða í þágu samfélagsins

Frummælendur::

  • Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar
  • Þröstur Sigurðsson deildarstjóri rafrænnar þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar
  • Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings
  • Umræður

15:00     Kynning á lýðræðisviku Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins

15:30-16:00 Lokaframsaga fulltrúa sveitarstjórnarráðuneytisins.

 

Málþingsgjald kr. 7500. Innifalið í því er hádegisverður og kaffiveitingar

 

 

 

cid:652535009@04012007-1032

 

 

Anna Guðrún Björnsdóttir
sviðsstjóri þróunar- og alþjóðasviðs
Beint innval: 515 4920
Netfang: mailto:anna.g.bjornsdottir@samband.is

Samband íslenskra sveitarfélaga
Borgartúni 30, pósthólf 8100 128 Reykjavík
Sími: 515 4900  //  Fax: 515 4903
www.samband.is

 

 

Vinsamlega athugið að þessi tölvupóstur og viðhengi hans eru eingöngu ætluð þeim sem tölvupósturinn er stílaður á og gætu innihaldið upplýsingar sem eru trúnaðarmál. Hafir þú fyrir tilviljun, mistök eða án sérstakrar heimildar tekið við tölvupósti þessum og viðhengjum hans biðjum við þig að fara eftir 9. mgr. 47. gr. laga nr. 81/2003 um fjarskipti og gæta fyllsta trúnaðar og tilkynna okkur að þau hafi ranglega borist þér.