Sendi þetta til kynningar og úrvinnslu.
Með góðri kveðju,
Guðný J. Ólafsdóttir
verkefnastjóri
From: Þorsteinn Hilmarsson [mailto:thh@fiskistofa.is]
Sent: 1. september 2017 16:24
To: Þorsteinn Hilmarsson
Subject: Nýtt fiskveiðiár 2017/2018 - aflamarki úthlutað
Sæl verið þið,
Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 en það hófst í dag, 1. september.
Að þessu sinni var úthlutað 375.589 tonnum í þorskígildum talið. Aukning á milli ára samsvarar um 10.500 þorskígildistonnum.
Það skip sem fær úthlutað mestu aflamarki er Sólberg ÓF 1, en það fær 9.716 þorskígildistonn eða 2,6% af úthlutuðum þorskígildum.
Nánari upplýsingar:
http://www.fiskistofa.is/umfiskistofu/frettir/uthlutun-a-aflamarki-2017-2018
Ég vek sérstaka athygli á tölulegum upplýsingum sem er að finna í krækjunni neðst í fréttinni.
Þess má geta að Fiskistofa er 25 ára í dag, hún tók til starfa 1. september árið 1992.
Kveðja
Þorsteinn
Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2017/2018 sem hófst í dag 1. september. Þess má geta að þennan fyrsta dag fiskveiðiársins 2017/2018 eru liðin 25 ár frá stofnun Fiskistofu árið 1992.