Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga 2024
Málsnúmer2409138
MálsaðiliSamband íslenskra sveitarfélaga
Tengiliður
Sent til
SendandiGréta Mar Jósepsdóttir
CC
Sent10.09.2024
Viðhengi
image001.png

 

Þessi póstur er eingöngu sendur til sveitarfélaga sem ekki eru aðilar að Samtökum orkusveitarfélaga.

 

Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hefur ákveðið að halda skuli aðalfund Samtaka orkusveitarfélaga þann 9. október nk. klukkan 13:00. Fundurinn verður haldinn á Reykjavík Hilton Nordica.

Í kjölfar aðalfundarins verður svo Orkufundur samtakanna haldinn.

 

Samtök orkusveitarfélaga voru stofnuð 25. nóvember 2011 og samkvæmt 3. gr. samþykkta er tilgangur samtakanna þessi:

  • Að standa vörð um hagsmuni aðildarsveitarfélaga í öllum málum sem tengjast byggingu orkuvera og virkjana, orkunýtingar, fjárhagslegum hagsmunum í þessu sambandi og umhverfismálum.
  • Að taka þátt í mótun reglna um skattlagningu virkjana og orkufyrirtækja ásamt öðrum fjárhagslegum og umhverfislegum atriðum sem tengjast nýtingu orkuauðlinda.
  • Að taka þátt í mótun orkustefnu með áherslu á stöðu vatnsafls og jarðvarma sem sjálfbærrar orkuframleiðslu.
  • Að miðla upplýsingum og reynslu meðal aðildarsveitarfélaga um málaflokkinn.
  • Að vinna að hvers konar sameiginlegum hagsmunamálum, s.s. vinnu við gerð laga og reglugerða sem varða orkumál og nýtingu jarðvarma og vatnsafls og stuðla að fræðslu og kynningu á málum sem því tengjast.

 

Samtök orkusveitarfélaga eru með heimasíðuna www.orkusveitarfelog.is og má þar finna ýmsan fróðleik, m.a. umsagnir samtakanna, fundargerðir og upptökur frá fyrri Orkufundum.

 

Ef sveitarfélög hafa áhuga á að ganga í Samtök orkusveitarfélaga þarf að senda erindi þess efnis til stjórnar samtakanna þannig að hægt sé að taka erindið fyrir á aðalfundi sbr. samþykktir.

 

Nánari upplýsingar veita annað hvort Gréta starfsmaður samtakanna í gegnum netfangið greta.mar.josepsdottir@samband.is eða Ása Valdís formaður stjórnar í gegnum netfangið oddviti@gogg.is

 

 

 

 

Gréta Mar Jósepsdóttir
þjónustufulltrúi / þjónustusvið
Beint innval: 515 4924

Samband íslenskra sveitarfélaga
Borgartúni 30, pósthólf 8100 128 Reykjavík
Sími: 515 4900  //  Fax: 515 4903
www.samband.is