Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2025
Málsnúmer2409039
MálsaðiliSamtök um kvennaathvarf
Tengiliður
Sent tilAkranes Email
SendandiLinda Dröfn Gunnarsdóttir
CC
Sent03.09.2024
Viðhengi
image001.png

 

Erindi til bæjarstjórnar

Í ríflega 40 ár hefur Kvennaathvarfið þjónað íslensku samfélagi sem frjáls félagasamtök í náinni samvinnu við opinbera kerfið. Sú þjónusta sem Kvennaathvarfið veitir konum og börnum sem búa við ofbeldi er ómissandi og hafa okkar úrræði verið mikilvægur hlekkur í þjónustu sveitarfélaga. Konur og börn sem flýja þurfa heimili sín sökum ofbeldis geta dvalið í athvörfum samtakana sér að kostnaðarlausu, þar sem þau þiggja ráðgjöf, stuðning, frítt fæði og húsnæði. Auk þess hefur Kvennaathvarfið bætt við þjónustu sína og býðst nú mörgum konum að flytjast í búsetubrú athvarfsins eftir að dvöl líkur. Þetta hefur oft á tíðum létt á álagi og eftirspurn eftir húsnæði hjá félagsþjónustu sveitarfélaga. Ráðgjafar okkar hafa átt í nánu og góðu samstarfi við starfsfólk sveitarfélaga í gegnum árin, bæði hvað varðar málefni þeirra kvenna sem til okkar leita en einnig í auknum mæli varðandi málefni barna sem gista athvarfið.

Samtök um kvennaathvarf reka nú tvö athvörf, í Reykjavík og á Akureyri, og eru konur sem nýta sér þjónustu athvarfanna fjölbreyttur hópur á öllum aldri, af öllum stéttum og alls staðar að af landinu. Stöðug aðsókn hefur verið bæði í dvalar- og viðtalsþjónustu athvarfsins og hefur viðtalshlutinn farið ört vaxandi undanfarin ár.

Kvennaathvarfið býður auk þess uppá fræðslu fyrir starfsfólk sveitarfélaga, nemendur, stofnanir og fyrirtæki. Ef Akraneskaupstaður hefur áhuga á að nýta sér þjónustu fræðslustýrunnar, vinsamlegast hafið samband í netfangið isol@kvennaathvarf.is.

Sveitarfélög landsins eru öflugir stuðningsaðilar kvenna og barna sem sækja skjól til Kvennaathvarfs og er það von okkar að svo verði áfram. Kvennaathvarfið er rekið að hluta til á ríkisstyrkjum en til þess að geta viðhaldið þjónustustigi okkar þá er nauðsynlegt að fleiri aðilar styrki rekstur  þess. Sveitarfélögin eru þannig mikilvægur hlekkur í rekstri Kvennaathvarfsins og í því skyni óskum við eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2025 að fjárhæð kr. 200.000.

Ársskýrslur Samtaka um kvennaathvarf er hægt að nálgast á heimasíðu athvarfsins, kvennaathvarf.is.

                                                                                                  

A black background with text

Description automatically generated