Við erum búin að mótmæla þessu, fá athugasemdir metnar og samþykktar og því skiljum við ekki hvers vegna verið er að fara í þessa vinnu aftur, hver er að þrýsta á þessar breytingar?
Við ætlum rétt að vona að bæjaryfirvöld hafi einhverjar gildar ástæður fyrir því að ganga á bak orða sinna við íbúa með þessum breytingum og deili þeim með okkur.
Hvaða forsendur hafa breyst varðandi Dalbraut 6 er snúa að íbúum Dalbrautar að mati bæjaryfirvalda?
Hvaða rök eru fyrir þessum breytingum og því að falla frá þeim samþykktu breytingum sem gerðar voru til að koma til móts við athugasemdir íbúa?
Má ætla að staðið verði við breytingar á skipulagi vegna Dalbrautar 8?
Með von um skjót svör
Kveðja,
Berglind og Friðrik
Dalbraut 15