Áhugi á flóasiglingum og auknu samstarfi við sveitarfélög á Vesturlandi
Á fundi bæjarráðs Akraness þann 26. janúar sl. voru lagðar fram tvær kannanir, annarsvegar könnun sem Gallup gerði á viðhorfum Akurnesinga til flóasiglinga og til samstarfs við sveitarfélög á Vesturlandi og hinsvegar könnun sem Vífill Karlsson gerði fyrir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og fjallar um ýmsa þætti sem hafa áhrif á búsetu á Vesturlandi. Í könnun Vífils kemur fram aukin ánægja með búsetu á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit en könnunina má finna hér.
Í könnun Gallup kemur fram að um 24% Akurnesinga segjast fara reglubundið á höfuðborgarsvæðið til náms eða í vinnu og um helmingur þeirra segist hafa áhuga á að nýta sér siglingar frá Akranesi til Reykjavíkur væru þær í boði. Þegar spurt er um hvað fólk er tilbúið að greiða í fargjald er tæplega helmingur tilbúinn að greiða 1.500 krónur. Hér má sjá niðurstöður vegna þessarar spurningar.
Loks eru Akurnesingar spurðir um viðhorf til samstarfs á Vesturlandi og vill meirihluti aðspurðra, eða 64% frekar styrkja samstarfið við sveitarfélögin á Vesturlandi heldur en að horfa til höfuðborgarsvæðisins. Svör við þessari spurningu er að finna hér.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember