Framkvæmdir að hefjast við Jaðarsbakkalaug
Í dag þann 6. október voru samningar undirritaðir við Pípó Pípulagningarþjónustu og GS Import vegna framkvæmda við endurnýjun á heitum pottum í Jaðarsbakkalaug og uppbyggingu á heitri laug við Langasand. Framkvæmdir hefjast 17. október næstkomandi.
Á meðan vinna verktaka stendur yfir verður athafnasvæðið við Jaðarsbakka girt af á bakka laugarinnar. Ætlunin er að prófa hvort hægt sé, á meðan verkið stendur yfir, að hita rennibrautarlaugina upp í ca 38 °C og nota sem hana sem heitan pott og koma þannig til móts við sundlaugargesti á meðan framkvæmdir standa yfir. Áætluð verklok vegna Jaðarsbakkalaugar eru 1. apríl 2017.
Akraneskaupstaður biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að verða af framkvæmdunum en leitast er við að sem minnst röskun verði á almennri starfssemi sundlaugarinnar sem verður í fullri notkun nánast allan verktímann. Auglýst verður sérstaklega þegar loka þarf öllu svæðinu vegna endanlegs frágangs í kringum pottana.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember