Fara í efni  

Bæjarstjórn

1224. fundur 15. desember 2015 kl. 17:00 - 20:07 í bæjarþingsalnum, Stillholti 16-18
Nefndarmenn
  • Sigríður Indriðadóttir forseti bæjarstjórnar
  • Ólafur Adolfsson aðalmaður
  • Ingibjörg Valdimarsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Pálmadóttir aðalmaður
  • Einar Brandsson aðalmaður
  • Vilborg Þ. Guðbjartsdóttir aðalmaður
  • Valgarður L. Jónsson aðalmaður
  • Valdís Eyjólfsdóttir aðalmaður
  • Rakel Óskarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá
Forseti bæjarstjórnar stýrði fundi og bauð fundarmenn velkomna til fundarins.

Forseti óskaði eftir að taka inn með afbrigðum sbr. c. lið 15. gr. Samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar eftirfarandi erindi/mál:

Nr. 1501125
Fundargerðir 2015 - skipulags- og umhverfisráð (verður mál númer 13 á dagskrá fundarins).

Nr. 1506064
Fjárhagsáætlun 2016 - skipulags- og umhverfissvið (verður afgreitt undir máli nr. 1 á dagskránni - mál nr. 1502210 - Fjárhagsáætlun 2016)

Nr. 1505141
Viðauki við fjárhagsáætlun 2015 (sem verður afgreitt undir máli nr. 2 á dagskránni - sama málsnúmer og heiti).

1.Fjárhagsáætlun 2016

1502210

Fjárhagsáætlun 2016 og þriggja ára áætlun 2017-2019 ásamt tillögum, samþykktum í bæjarráði dags. 10. desember síðastliðinn með breytingartillögu skipulags- og umhverfisráðs samþykktri dags. 14. desember síðastliðinn, lagðar fram til síðari umræðu og samþykktar.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir helstu breytingum sem orðið hafa á frumvarpinu á milli umræðna og breytingum á tillögum.

Forseti ber upp eftirfarandi tillögur:

1. Álagning gjalda 2016 - Málsnr. 1512114.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að eftirfarandi forsendur verði lagðar til grundvallar álagningu útsvars, fasteignagjalda, sorpgjalda og lóðaleigu á árinu 2016.

a.Álagt útsvar vegna launa ársins 2016 verði hámarksútsvar, þ.e. 14,48% af útsvarsstofni, að viðbættri hækkun sem kveðið verður á um í lögum nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga á grundvelli samkomulags milli ríkis og sveitarfélaga um endurmat á yfirfærslu þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga.

b.Álagningarprósentur vegna fasteignaskatts verði óbreyttar og verði því eftirfarandi á árinu 2016.
i.0,3611% af álagningastofni íbúðarhúsa ásamt lóðarleiguréttindum erfðafestulanda og jarðeigna skv. a-lið 3. greinar laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
ii.1,32% af öllum fasteignum skv. b-lið 3. greinar laga laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.
iii.1,65% af öllum öðrum fasteignum skv. c-lið 3. greinar laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga.

c.Sorphreinsunargjald vegna íbúðarhúsnæðis hækki um 1,5% og verði kr. 16.336 (var kr. 16.095 árið 2015) fyrir hverja íbúð miðað við tvær sorptunnur (ein fyrir almennt sorp og önnur fyrir flokkað sorp) og sorpeyðingargjald hækki um 1,5% og verði kr. 13.931 (var kr. 13.725 árið 2015) miðað við tvær tunnur (ein fyrir almennt sorp og önnur fyrir flokkað sorp). Gjöldin verði innheimt með fasteignagjöldum.

d.Lóðarleiga af nýjum lóðum og endurnýjuðum samningum standi óbreytt og verði áfram 1,598% af fasteignamatsverði atvinnulóða og 1,055% af fasteignamatsverði íbúðarhúsalóða og verði innheimt með fasteignagjöldum.

e.Lóðarleiga af eldri lóðum (samningar dagsettir fyrir 1. janúar 2004) sem lögð er á hvern fermetra (m2) lóðar tekur viðmið af breytingum sem verða á byggingarvísitölu.

f.Gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2016 verði 15. janúar, 15. febrúar, 15. mars, 15. apríl, 15. maí, 15. júní, 15. júlí, 15. ágúst, 15. september og 15. október en eindagi gjaldanna verði 30 dögum síðar eða næsta virkan dag beri hann upp á helgidag.
Heildargjöld sem nema lægri fjárhæð en kr. 15.000 innheimtist með einum gjalddaga á ári, þann 15. apríl 2016.

g.Veitt verði ívilnun á fasteignaskatti á árinu 2016, til elli- og örorkulífeyrisþega í samræmi við sérstakar reglur bæjarstjórnar um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.

2. Þjónustugjaldskrár - Málsnr. 1512115.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að almennar þjónustugjaldskrár hækki samkvæmt áætlaðri vísitöluhækkun neysluverðs, um 3,2% þann 1. janúar 2016.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að þjónustugjaldskrár Akraneskaupstaðar hækki 1. janúar ár hvert í samræmi við áætlaða hækkun vísitölu neysluverðs. Bæjarráði er heimilt að víkja frá hinni almennu reglu með sérstakri ákvörðun hverju sinni um tiltekna eða tilteknar gjaldskrár.

3. Fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun 2016 - Málsnr. 1512116.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að gera ráð fyrir úthlutun að fjárhæð kr. 437.400.000 vegna ýmissa fjárfestinga og framkvæmda á árinu 2016.

Um er að ræða eftirtalda liði:
3.1. Fjárfestingar og framkvæmdir á Sementsreitnum að fjárhæð kr. 100.000.000.
3.2. Fjárfestingar og framkvæmdir vegna gatna og gangstétta að fjárhæð kr. 81.500.000.
3.3. Fjárfestingar og framkvæmdir á sundlaugarsvæðinu Jaðarsbökkum að fjárhæð kr. 80.000.000.
3.4. Fjárfestingar og framkvæmdir vegna opinna svæða, að fjárhæð kr. 69.500.000, m.a. vegna Guðlaugar á Langasandi að fjárhæð kr. 30.000.000 og á Breið að fjárhæð kr. 15.000.000.
3.5. Fjárfesting vegna nýrrar kennslustofu við Grundaskóla að fjárhæð kr. 25.000.000.
3.6. Fjárfesting vegna sérúrræðis (íbúð) í búsetumálum fatlaðs fólks að fjárhæð kr. 23.000.000.
3.7. Fjárfesting vegna FEBAN húsnæðisins Dalbraut 6 að fjárhæð kr. 10.000.000.
3.8. Fjárfesting vegna kaupa í stað rekstrarleigu á tveimur bifreiðum fyrir starfsemi velferðar- og mannréttindasviðs, samtals að fjárhæð kr. 6.500.000.
3.9. Fjárfestingar og framkvæmdir vegna bátahúss við Byggðasafnið í Görðum að fjárhæð kr. 5.000.000.
3.10. Ýmsar aðrar fjárfestingar og framkvæmdir að fjárhæð kr. 36.900.000. Styrkir til viðhaldsframkvæmda verða ekki veittir á árinu 2016 en hækkun verður m.a.til framlags til viðhalds stofnanalóða samkvæmt nánari útfærslu skipulags- og umhverfissviðs sem liggja skal fyrir eigi síðar en 1. febrúar 2016.

4. Viðhald fasteigna og lóða - Málsnr. 1512117.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ráðstafa kr. 66.755.000 til almenns viðhalds og húsumsjónar í Eignasjóði og Fasteignafélagi Akraneskaupstaðar slf. á árinu 2016.

5. Langtímaveikindi starfsmanna 2016 - ráðstöfun fjármuna - Málsnr. 1512118.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ráðstafa kr. 30.000.000 vegna langtímaveikinda starfsmanna. Stofnanir kaupstaðarins geta sótt um fjárveitingu til þess sviðs sem stofnunin heyrir undir. Bæjarráð tekur endanlega ákvörðun um úthlutun fjármuna.

6. Búnaðar- og áhaldakaup 2016 - Málsnr. 1512119.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ráðstafa kr. 9.856.000 vegna endurnýjunar tækja og áhalda og húsbúnaðar hjá stofnunum bæjarins. Stofnanir kaupstaðarins geta sótt um fjárveitingu til þess sviðs sem stofnunin heyrir undir. Bæjarráð tekur endanlega ákvörðun um úthlutun fjármuna.

7. Niðurgreiðsla til dagforeldra - Málsnr. 1512120.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ráðstafa kr. 2.500.000 vegna aukningar í niðurgreiðslu til dagforeldra. Heimilaðar verða greiðslur til foreldra vegna barna sem náð hafa tveggja ára aldri þar til leikskólapláss hefur verið tryggt samkvæmt nánari útfærslu skóla- og frístundasviðs.

8.Stöðugildi í Grundaskóla - Málsnr. 1512121.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir viðbótar 20% stöðugildi fagaðila í stoðþjónustu Grundaskóla vegna fjölgunar fatlaðra nemenda.

9. Bókasafn og leikskólar - ræsting - Málsnr. 1512122.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ráðstafa kr. 2.500.000 vegna aukinna útgjalda vegna ræstinga í leikskólum og bókasafni.

10. Sementsreitur - viðhald á fasteignum - Málsnr. 1512123.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ráðstafa kr. 2.500.000 vegna nauðsynlegs viðhalds á fasteignum á Sementsreit.

11. Búsetuþjónusta fatlaðra - sérstök úrræði - Málsnr. 1512124.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir aukningu í búsetuþjónustu fatlaðra að fjárhæð kr. 12.000.000 vegna sérstaks úrræðis (NPA).

12. Stjórnmálasamtök á Akranesi - Málsnr. 1512125.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir með vísan til 5. gr. laga nr. 162/2006, að ráðstafa kr. 1.000.000 til starfsemi stjórnmálaflokka á Akranesi á árinu 2016.

13. Skátaskálinn í Skorradal - framkvæmdir - Málsnr. 1512126.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ráðstafa kr. 1.900.000 til Skátafélags Akraness vegna framkvæmda við Skátaskálann í Skorradal og kaup á rúmum og dýnum í skálann.

14. Skógræktarfélag Akraness - verkefni við Slögu og Einbúa - Málsnr. 1512127.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ráðstafa kr. 500.000 til Skógræktarfélags Akraness vegna verkefna við Slögu og Einbúa.

15. Íþróttamiðstöðin Jaðarsbökkum - búnaður til sundiðkunar - Málsnr. 1512128.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að ráðstafa kr. 2.700.000 til kaupa á búnaði fyrir Íþróttamiðstöðina að Jaðarsbökkum til sundiðkunar vegna beiðni Sundfélags Akraness. Félagið heldur aldursmeistaramót á Akranesi dagana 23.-26. júní 2016 að beiðni Sundsambands Íslands. Um er að ræða 5 ráspalla og tölvu. Gert er ráð fyrir þessu fjármagni í fjárfestingar- og framkvæmdaáætlun sbr. tillögu 3 hér að framan.

16. Vinakot - tímabundið þjónustuúrræði - Málsnr. 1512129.
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir að gera ráð fyrir úthlutun fjármuna á árinu 2016 að fjárhæð kr. 68.000.000 til kaupa á tímabundnu þjónustuúrræði frá Vinakoti. Gert er ráð fyrir að útgjöldunum verði mætt með framlögum frá Jöfnunarsjóði sbr. reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna fatlaðs fólks.

Til máls um frumvarpið og tillögurnar tóku:
VLJ, sem vekur athygli á bókun sinni í skipulags- og umnhverfisráði frá 14. desember síðastliðinn varðandi framkvæmdir við Guðlaugu á Langasandi sbr. dagskrárlið 13 á þessum fundi bæjarstjórnar.

IV sem lagði fram eftirfarandi bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar:

"Eins og undirrituð bókuðu við fyrri umræðu þessarar fjárhagsáætlunar sem nú liggur fyrir til seinni umræðu, þá er margt jákvætt og þarft í henni eins og viðhald á sundlaugarsvæðinu við Jaðarsbakka, framkvæmdavinna á Sementsreitnum o.fl.

Við bentum þó á það við fyrri umræðu að við teldum eðlilegt að fara í litlum skrefum að skila inn þeirri hagræðingarkröfu sem gerð var vegna veikindaafleysinga í leikskólum fyrir þremur árum en sjáum ekki að gert sé ráð fyrir því nú við seinni umræðu.

Eins höfum við bent á varðandi framkvæmd við Guðlaugu við Langasand, að við teljum eðlilegra að byrjað sé á að skoða hvað rekstur á slíkri laug kosti til framtíðar fyrir bæjarsjóðinn áður en ákveðið er að fara í framkvæmd á lauginni. Við erum ekki að segja að við séum á móti framkvæmdinni sem slíkri þar sem við teljum að Guðlaug myndi sóma sér vel við Langasand og eflaust draga fjölda fólks að sandinum. Við teljum það hins vegar ekki vera ábyrga fjármálastjórn að byrja á framkvæmdum og skuldbinda bæinn þannig til ófyrirsjáanlegra fjárútláta, án þess að vita hvað reksturinn á lauginni muni kosta til framtíðar. Ekki er mikill afgangur af rekstrarfé bæjarsjóðs og nú þegar er skortur á fé til nauðsynlegs viðhalds á húsnæði og lóðum sem kaupstaðurinn á eins og íþróttahús, skólabyggingar og skólalóðir. Þess vegna teljum við óráðlegt að fara nú í framkvæmdir sem líklegt er að muni þyngja rekstur bæjarsjóðs enn frekar til framtíðar, ráðlegra væri að nýta það fé sem handbært er til fjárfestinga í framkvæmdir sem líklegar væru til að létta á rekstri bæjarsjóðs.

Annað sem veldur okkur áhyggjum er að ekki er gert ráð fyrir neinum fjármunum í áframhaldandi vinnu við nýtt sambýli þó svo þörfin sé til staðar. Nú þegar eru komnar nokkrar umsóknir um búsetu í sambýli og eins og staðan er í dag getum við ekki boðið upp á slíka búsetu. Þó svo ekki séu komnar það margar umsóknir að hægt sé að fylla heilt sambýli er nauðsynlegt að halda áfram með þá vinnu sem hófst á þessu ári, ákveðið verði hvar skuli setja niður nýtt sambýli og hafin verði hönnunar- og/eða framkvæmdavinna við það.?

Ingibjörg Valdimarsdóttir (sign)
Valgarður Lyngdal Jónsson (sign)

Til máls tóku: VÞG, RÓ, IP, EB, ÓA, IV, RÁ, VE, VLJ og ÓA.

Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkir fjárhagsáætlun 2016 og þriggja ára áætlun 2017 til 2019 ásamt framangreindum tillögum. Fjárhagsáætlun 2016 gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarafkomu samstæðu A- og B- hluta Akraneskaupstaðar að fjárhæð kr. 51 mkr. og að handbært fé í árslok verði 500,5 mkr.

Samþykkt: 7:0 (IV og VLJ sitja hjá).

2.Viðauki við fjárhagsáætlun 2015

3.Akraneskaupstaður - stefnumótun og framtíðarsýn

1502116

Gildi Akraneskaupstaðar lögð fram til samþykktar.
Til máls tók: SI.

Samþykkt: 9:0.

4.Úthlutunarreglur úr miðlægum tækjakaupasjóði Akraneskaupstaðar

1511242

Úthlutunarreglur úr miðlægum tækjakaupasjóði Akraneskaupstaðar lagðar fram til samþykktar.
Til máls tók: ÓA.

Samþykkt: 9:0.

5.Gjaldskrá Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar 2016

1511243

Gjaldskrá Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar lögð fram til samþykktar.
Samþykkt: 9:0.

6.Orkuveita Reykjavíkur - arðgreiðsla

1511167

Tillaga stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um breytingu á fjárhagslegum skilyrðum til arðgreiðslna lögð fram til samþykktar.
Til máls tók: RÁ.

Samþykkt: 9:0.

7.Starfsáætlun Akraneskaupstaðar 2016

1509004

Drög að starfsáætlun Akraneskaupstaðar árið 2016.
Til máls tók: RÁ.

Samþykkt: 9:0.

8.Starf forstöðumanns menningar- og safnamála

1510029

Ráðning nýs forstöðumanns menningar- og safnamála.
Til máls tók: RÁ.

Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir 2015 - bæjarráð

1501211

3269. fundargerð bæjarráðs frá 26. nóvember 2015.
3270. fundargerð bæjarráðs frá 4. desember 2015.
3271. fundargerð bæjarráðs frá 10. desember 2015.
Til máls tóku:
VLJ um fundargerð nr. 3269, lið nr. 7.
ÓA um fundargerð nr. 3269, lið nr. 7.
IV um fundargerð nr. 3269, lið nr. 20.
IP um fundargerð nr. 3269, liði nr. 7 og 20 og um fundargerð nr. 3270, lið nr. 13.
VLJ um fundargerð nr. 3269, lið nr. 7 og um fundargerð nr. 3270, lið nr. 13.
ÓA um fundargerð nr. 3269, lið nr. 7 og um fundargerð nr. 3270, lið nr. 13.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

10.Fundargerðir 2015 - skóla- og frístundaráð

1501099

22. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 30. október 2015.
23. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 11. nóvember 2015.
24. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 24. nóvember 2015.
25. fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 8. desember 2015.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

11.Fundargerðir 2015 - velferðar- og mannréttindaráð

1501105

27. fundargerð velferðar- og mannréttindaráðs frá 18. nóvember 2015
Til máls tók:
EB um sérúrræði er varðar kaup á tímabundnu þjónustuúrræði frá Vinakoti sbr. ákvörðun sem tekin var í tengslum við fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar 2016 - mál nr. 1502210.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fundargerðir 2015 - OR

1501218

221. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 26. október 2015.
222. fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 6. nóvember 2015.
Til máls tók:
VE um fundargerð nr. 221, liði nr. 7 og 9.

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

13.Fundargerðir 2015 - skipulags- og umhverfisráð

1501125

23. fundargerð skipulags- og umhverfisráðs frá 14. desember 2015.
Til máls tóku:
RÁ um liði nr. 1 og 10.
VE um lið nr. 4.
EB um lið nr. 4.
IP um lið nr. 4.
EB um lið nr. 4.
RÁ um lið nr. 4.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:07.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00