Fara í efni  

Barna og ungmennadagskrá á IceDocs heimildamyndahátíð

Alþjóðlega heimildamyndahátíðin, Iceland Documentary Film Festival hefst með pompi og pragt á miðvikudagskvöldið 17.júlí og stendur yfir þar til á sunnudagskvöld. Aðstandendur IceDocs hafa ætíð lagt áherslu á þátttöku barna og ungmenna á hátíðinni i og í ár er barna og ungmennadagskráin veglegri en nokkru sinni.

 

Fjöldi námskeiða er í boði eins og heimildaljósmyndun með ljósmyndaranum Gunnlöðu Rúnarsdóttur, heimildamyndagerð 8-12 ára með kvikmyndagerðamanninum Halli Erni Árnasyni, pg námskeið í veggjalist með Björgvini Sigurðssyni.

 

Í ár eru tvær dómnefndir skipaðar ungmennum á IceDocs. Fyrri dómnefndin, skipuð ungmennum 18 ára og eldri hefur það verkefni að horfa á myndir í aðal keppni og velja vinningshafa. Í hinsvegar er dómnefnd skipuð unglingum 13- 16 ára en þeirra hlutverk er að horfa á stuttmyndir ungmenna og velja vinningshafa.

 

Þau munu svo öll vera hluti af verðlaunaafhendingunni á lokakvöldinu og er það von skipuleggjanda að þetta efli áhuga á kvikmyndagerðarlist og kvikmyndalæsi ungmenna.

 

Á laugardaginn 20.júlí verður gleðin við völdin í og fyrir utan Bíóhöllina þegar IceDocs blæs til barna og fjölskyldufjörs . Stuttmyndir fyrir börn og unglinga verða sýndar í Bíóhöllinni og fyrir utan hana verður hoppukastali og ýmsir útlieikir líkt og reiptog og stígvélakast. Öll eru hjartanlega velkomin og aðgangur er ókeypis.

 

Sunnudagurinn 21.júlí verður líka líflegur á IceDocs, þá verða sýndar myndirnar sem gerðar voru í heimildamyndanámskeiðinu og myndir frá kvikmyndahátíð Grundarskóla. Á torginu við gamla Landsbankahúsið verður svo sýning frá ljósmynda og veggjalistanámskeiðum.









Námskeiðin:

Námskeið í veggjalist 19. og 20. júlí:

IceDocs býður upp á tveggja daga námskeið í veggjalist fyrir ungt fólk dagana 19. og 20. júlí. Listamaðurinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Björgvin Sigurðarson fjallar um helstu stíla og einkenni veggjalistar og þátttakendum er úthlutað vegg til að mála. Afrakstur námskeiðsins verður til sýnis sunnudaginn 21 júlí. Þátttakendum er einnig boðið á óvissusýningu í Bíóhöllinni þann 19. júlí kl 19:05.

Þátttakendur greiða efniskostnað kr. 8.500

Frekari upplýsingar og skráning á icedocs.is

 



Námskeið í heimildaljósmyndun 19.júli (aðgangur ókeypis) :

 

Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir býður ungu fólki að kynnast heimildaljósmyndun og hvað felst í henni. Þátttakendur fá tækifæri til að vinna að eigin heimilda-ljósmyndaseríu og verður sýning haldin í lok námskeiðsins á lokadegi hátíðarinnar.

Gunnlöð lauk meistaranámi í ljósmyndun og hönnun frá Elisava háskóla í Barcelona árið 2019. Síðan þá hefur hún starfað sjálfstætt sem ljósmyndari og rekur nú eigið stúdíó. Hennar sérgrein eru portrett en samhliða þeirri vinnu hefur hún haldið ótal sýningar bæði hér heima og erlendis.

Frekari upplýsingar og skráning á icedocs.is

 

 

Heimildamyndagerð fyrir börn 8-12 ára 17-19 júlí (Aðgangur ókeypis) :

IceDocs býður upp á þriggja daga námskeið í heimildamyndagerð fyrir börn á aldrinum 8 til 12 ára, dagana 17.-19.júlí. Á námskeiðinu spreyta börnin sig á því að gera sínar eigin stuttu heimildarmyndir sem eru frumsýndar í Bíóhöllinni á IceDocs hátíðinni sjálfri, sunnudaginn 21.júlí. Kennari er Hallur Örn Árnason sem vinnur sem kvikmyndagerðarmaður og kennari og er einn stofnenda IceDocs. Athugið takmarkað pláss er í boði, en námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Fyrir frekari upplýsingar skal senda póst á steinunn@icedocs.is.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00