Tónlistarskólinn á Akranesi
Hlutverk Tónlistarskólans á Akranesi er að stuðla að öflugu tónlistarlífi, jafnframt því að vinna að aukinni hæfni, þekkingu og þroska einstaklinga. Áhersla skal lögð á að skólinn þjóni öllum þeim sem eftir tónlistarnámi sækjast án tillits til aldurs, ennfremur ber skólanum að taka tillit til margbreytilegra áhugasviða nemenda, getu þeirra og þroska. Tónlistarskólinn á Akranesi býr við góðan aðbúnað til kennslu að Dalbraut 1 og býður upp á fjölbreytileika í skólastarfinu.
Skólastjóri Tónlistarskóla Akraneskaupstaðar er Jónína Erna Arnardóttir, sem veitir jafnframt nánari upplýsingar í tölvupósti og í síma 433-1900. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um Tónlistarskólann á heimasíðu skólans.
Meginmarkmið
- Að stuðla að aukinni hæfni nemenda til að flytja, greina og skapa tónlist, ásamt því að hlusta á og njóta hennar.
- Að stuðla að auknu tónlistarlífi í bænum i samvinnu við aðrar mennta- og menningarstofnanir.
- Að skólinn eigi á að skipa áhugasömu og hæfu starfsfólki.
- Að eiga gott samstarf við foreldra / forráðamenn nemenda.
Tónleika- og ráðstefnusalurinn Tónberg
Tónberg er glæsilegur tónleika- og ráðstefnusalur í húsnæði Tónlistarskólans á Akranesi, búinn fullkomnustu tækjum til hverskyns flutnings bæði á töluðu máli og tónlist. Hann tekur alls 177 manns í sæti og er hljómburðurinn einstakur. Fullkomið innbyggt hljóðkerfi frá LARES til allra nota, s.s. ráðstefnuhalds, tónleikahalds og kvikmyndasýninga. Einnig er öflugt hljómflutningskerfi, digital mixer og snákur ásamt tilheyrandi hljóðnemum og fleira í salnum. Umsjón með salnum hefur skólastjóri skólans.
Leiga á Tónbergi
Leiga á anddyri
Leiga á kennslustofum