Losun á móttökusvæði jarðefna
Akraneskaupstaður rekur móttökusvæði fyrir jarðefni í þeim tilgangi að auðvelda framkvæmdaraðilum og fasteignaeigendum að losa sig við uppgrafin jarðefni á Akranesi. Samþykktar reglur bæjarstjórnar um móttökusvæði jarðefna eru á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Sjá hér
Notandi skal sækja um að fá aðgang að móttökusvæði jarðefna til að losa farm þar. Hann skuldbindur sig til að fylgja lögum og reglugerðum um umhverfismál, og samþykkt skipulags- og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar sem í gildi er hverju sinni. Notandi mun greiða fyrir aðgang að svæðinu og losun í samræmi við þjónustugjaldskrá Skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar. Sjá hér
Eftirfarandi gildir um aðgengi að svæðinu:
- Svæðið er lokað með aðgangshliði og er einungis aðgengilegt með aðgangslykli frá Akraneskaupstað.
- Losun skal að jafnaði fara fram kl. 8 - 18 á virkum dögum. Heimilt er að losa utan þess tíma.
- Losa skal farm á afmarkaða staði innan svæðis og eftir leiðbeiningum starfsmanna.
- Umsjónaraðila er heimilt að takmarka eða loka fyrir aðgengi vegna rekstrartilvika. Umsjónaraðila er heimilt að loka fyrir aðgengi tímabundið með 3 daga fyrirvara með auglýsingu á heimasíðu Akraneskaupstaðar.
Eftirfarandi gildir um losun á svæðinu:
- Heimilt er að losa uppgrafið jarðefni.
- Heimilt er að losa unnið malar- og grjótefni.
- Heimilt er að losa lífrænan garðaúrgang og niðursöguð tré (undir 1 metra lengd).
- Heimilt er að losa hrein steinsteypubrot (mesta lengd undir 30 cm) án útistandandi bendistáls.
- Allt efni skal ómengað af olíu, plasti, timbri og spilliefnum.
- Annað efni er ekki heimilt að losa, og er bent á losun þess í Gámu, Höfðaseli 16.
- Losa skal farm á afmarkaða staði innan svæðis og fylgja skal leiðbeiningum starfsmanna.
Aðgengi að svæðinu fæst með útfyllingu umsóknar, sækja um hér, fyrir ákveðið ökutæki á heimasíðu Akraneskaupstaðar. Þá fæst afhentur rafrænn aðgangslykill, sem festa skal í ökutækið.
Nánari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri Akraneskaupstaðar.