Bæjarlistamaður Akraness
Óskað er eftir tillögum frá bæjarbúum ár hvert um hver ætti að fá titilinn bæjarlistamaður Akraness. Menningarmálanefnd fer yfir tillögurnar og leggur fram tillögu til bæjarstjórnar um hver sé bæjarlistamaður Akraness það árið. Það er bæjarstjóri sem krýnir bæjarlistamann við hátíðlega athöfn á 17. júní ár hvert.
Eftirtaldir listamenn hafa fengið titilinn bæjarlistamaður Akraness
- 2024 Birgir Þórisson tónlistarmaður
- 2023 Eva Björg Ægisdóttir rithöfundur
- 2022 Hallgrímur Ólafsson tónlistarmaður og leikari
- 2021 Valgerður Jónsdóttir tónlistarkona
- 2020 Tinna Rós Þorsteinsdóttir (Tinna Royal)
- 2019 Bjarni Skúli Ketilsson (Baski)
- 2018 Eðvarð Lárusson
- 2017 Kolbrún S. Kjarval leirlistakona
- 2016 Slitnir strengir, þjóðlagasveit
- 2015 Gyða L. Jónsdóttir Wells myndhöggvari
- 2014 Erna Hafnes myndlistakona
- 2013 Sigurbjörg Þrastardóttir rithöfundur
- 2012 Sveinn Arnar Sæmundsson orgelleikari
- 2011 Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópransöngkona
- 2010 Dýrfinna Torfadóttir gullsmiður
- 2005-2009 Friðþjófur Helgason ljósmyndari (eitt kjörtímabil)
- 2004 Bragi Þórðarson bókaútgefandi og rithöfundur
- 2003 Enginn hlaut nafnbótina þetta árið en menningarmála- og safnanefnd ákvað að nýta starfsstyrk fyrir menningarviku í október (fyrstu Vökudagarnir)
- 2002 Kristján Kristjánsson rithöfundur og bókaútgefandi
- 2001 Smári Vífilsson tenórsöngvari
- 1999-2000 Enginn hlaut nafnbótina þessi ár en starfslaun bæjarlistamanna var varið til að styrkja listamenn á Akranesi sem gerðu listaverk tengd viðfangsefninu Sjávarlist
- 1998 Kristín Steinsdóttir rithöfundur
- 1997 Bjarni Þór Bjarnason myndlistarmaður
- 1996 Philippe Ricart handverksmaður
- 1994-1995 Guttormur Jónsson högglistamaður
- 1993 Helena Guttormsdóttir myndlistarmaður
- 1992 Hreinn Elíasson myndlistarmaður