Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar
Á menningarhátíðinni Vökudögum hafa hin árlegu menningarverðlaun verið veitt. Líkt og með bæjarlistamanninn þá hefur verið óskað eftir tilnefningum sem menningarmálanefnd, með samþykki bæjarstjórnar, hefur valið úr hverju sinni. Formaður menningarmálanefndar hefur hingað til afhent verðlaunin.
Eftirtaldir aðilar hafa fengið menningarverðlaun Akraness
- 2024 ÍATV
- 2023 Ice Docs
- 2022 Kellingar
- 2121 Flosi Einarsson, Gunnar Sturla Hervarsson og Einar Viðarsson
- 2020 Árbók Akurnesinga
- 2019 Útvarp Akranes
- 2018 Ásmundur Ólafsson
- 2017 Guðbjörg Árnadóttir
- 2016 Club 71
- 2015 Vitinn, félag áhugaljósmyndara á Akranesi
- 2014 Heiðrún Hámundardóttir tónmenntakennari
- 2013 Guðmundur Sigurðsson hagleiks- og hugsjónamaður
- 2012 Vinir hallarinnar fyrir menningar- og listalíf
- 2011 Lárus Sighvatsson fyrir starf sitt sem skólastjóri Tónlistarskólans
- 2010 Flosi Einarsson tónlistarmaður
- 2009 Þjóðlagasveit Tónlistarskóla Akraness
- 2008 Bókaútgáfan Uppheimar
- 2007 Haraldur Sturlaugsson og Ingibjörg Pálmadóttir vegna Haraldarhúss