Umhverfismál
Hjá Akraneskaupstað er lögð áhersla á vandað bæjarumhverfi með fallegri bæjarmynd sem hefur jákvæð áhrif á lífsgæði íbúa og eykur aðdráttarafl bæjarins. Markmið Akraneskaupstaðar í umhverfismálum er að bæta umgengni við manngert og náttúrulegt umhverfi þannig að íbúum bæjarins sé sómi af ásamt því að auka almennt umhverfisvitund bæjarbúa og gera þá meðvitaðri um helstu kosti þess að búa í hreinu og fögru umhverfi.
Akraneskaupstaður er 8,2 ferkílómetrar að stærð og liggur að miklum hluta að sjó, ströndin setur sterkan svip á landslag og umhverfi á Skaganum. Byggðin liggur frá syðstu tá Akraness (Suðurflös) í norðurátt / norðausturátt í Garðaflóa. Útivistarmöguleikar eru miklir og svæðin fjölbreytt og hægt er að segja að það sé fjölbreytileiki sem spannar milli fjalls, fjöru og fjölbreytt fuglalífs. Við strandlengjuna má finna ýmsar minjar og ber þar helst að nefna stakkstæði og gamla vitann á Breiðinni, bæjartóftir við Kalmansvík, á Sólmundarhöfða og við Elínarhöfða.
Garðyrkjudeild Akraneskaupstaðar er starfrækt allt árið, með að jafnaði einum heilsársstarfmanni, en yfir sumartímann frá maí fram í september eru aukið við mannafla til að sinna þeim fjölmörgu verkefnum sem deildin annast. Deildin sér um uppbyggingu, umhirðu og viðhald opinna svæða sem samanstanda af útvistarsvæðum, leiksvæðum, friðlandi, görðum og matjurtagörðum á vegum Akraneskaupstaðar. Verkefni deildarinnar eru m.a. hreinsun gróðurbeða, grassláttur, viðhald á leiktækjum, gróðursetning á trjám, runnum og sumarblómum. Nánari upplýsingar gefa fulltrúar skipulags- og umhverfissviðs bæði í tölvupósti á netfangið umhverfi@akranes.is og í síma 433 1000.