Fara í efni  

Íbúagátt Akraness

Íbúagátt er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitarfélögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólarhringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa, þar sem þeir geta afgreitt sig sjálfa á sjálfvirkan máta með innsendingu umsókna á vefnum.

Í gegnum íbúagáttinni er hægt að sækja um ýmsa þjónustu á vegum Akraneskaupstaðar, s.s. umsókn um leikskóla, sérstakan húsnæðisstuðning, byggingarlóð og heimaþjónustu. Með opnun íbúagáttarinnar er tekið stórt skref í rafrænni þjónustu við íbúa sveitarfélagsins og hefur gáttin verið í stanslausri þróun. Í gáttinni geta umsækjendur fylgst náið með ferli umsóknarinnar og séð hver ber ábyrgð á málsmeðferðinni.

Til þess að komast í íbúagáttina þarf að notast við rafræn skilríki eða Íslykil. Góðar leiðbeiningar fylgja á síðu íbúagáttarinnar en einnig geta notendur hennar leitað eftir aðstoð hjá Akraneskaupstað í síma 433 1000.

Opnun íbúagáttarinnar er liður í því að tryggja skilvirka og gegnsæja stjórnsýslu og eru íbúar Akraness eindregið hvattir til að nýta sér þessa nýjung í þjónustu bæjarins.

Smelltu hér til að skoða íbúagátt Akraneskaupstaðar

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00