Akranesstrætó
Á Akranesi er í boði innanbæjarstrætó á virkum dögum, nefndur Akranesstrætó. Notkunin er gjaldfrjáls fyrir alla, bæði íbúa og gesti. Reglulegar akstursleiðir eru þrjár, Leið 1 og 2 og Frístundastrætó.
Rekstraraðili innanbæjarstrætó á tímabilinu 2022 – 2029 er Hópferðabílar Reynis Jóhannssonar ehf. Nánari upplýsingar eru hjá Þjónustuveri Akranes, s. 433 1000. Á kortasjá Akraness má sjá leiðirnar og staðsetningu stoppustöðva.
Í júní 2023 tekur þjónustuaðili í notkun 2 nýja rafmagnsvagna við þessa þjónustu.
LEIÐ 1
Akstursleið 1 ekur hring um bæinn frá kl. 7:10 til 17:45 frá Innnesvegi. Í hverjum hring stoppar hann á 31 stoppustöð
Yfirlitskort með stoppustöðvum og tímasetningum er aðgengilegt hér að neðan.
LEIÐ 2
Akstursleið 2 ekur annan hring um bæinn kl. 7:05 - 7:45 – 12:05 – 16:05 – 16:45 frá Innnesvegi. Þetta er önnur leið heldur en akstursleið 1.
Yfirlitskort með stoppustöðvum og tímasetningum er aðgengilegt hér að neðan.
FRÍSTUNDASTRÆTÓ
Frístundastrætó er vagn sem auðveldar börnum og ungmennum að komast á íþróttaæfingar og annað frístundastarf eftir að skólum lýkur. Hann gengur í 2 klukkustundir á virkum dögum á starfstíma grunnskólanna. Fyrsta ferð Frístundastrætó fer af stað frá Brekkubæjarskóla kl. 13:35 og síðasta kl. 15:35.
Ekki er nauðsynlegt að skrá börn í frístundastrætó Akraneskaupstaðar.
Yfirlitskort með stoppustöðvum og tímasetningum er aðgengilegt hér að neðan.