OKKAR AKRANES
Okkar Akranes er samráðsvefur sem eykur möguleika íbúa á lýðræðislegri þátttöku í ákvarðanatöku ýmissa verkefna.
Í fyrsta “Okkar Akranes” verkefninu er efnt til hugmyndasöfnunar sem snýr að grænum og opnum svæðum.
Verkefnið í heild sinni er þríþætt; hugmyndasöfnun, rafræn kosning og framkvæmd. Markmið verkefnisins er að hvetja íbúa til að taka þátt í málefnum sem varða nærumhverfi þeirra fá þá til að koma með hugmyndir og forgangsraða. Fjármagni verður svo útdeilt í smærri framkvæmdir/verkefni á vegum bæjarins með íbúakosningu.
Á samráðsvefnum geta allir sett inn hugmyndir varðandi útfærslur á opnum svæðum á Akranesi. Hugmyndasöfnunin er opin í tvær vikur á tímabilinu 21. febrúar til og með 7. mars 2023. Allir sem hafa áhuga á þessu málefni, á öllum aldri, eru hvattir til þess að senda inn hugmyndir.
Að hugmyndasöfnun lokinni verða 20 hugmyndir valdar áfram í kosningu. Þátttakendur verða látnir vita ef þeirra tillaga fer í kosningu. Starfsmenn Akraneskaupstaðar fara yfir tillögurnar, kostnaðarmeta þær og kanna hvort þær uppfylla uppsett skilyrði. Í framhaldi af þessu verða gögnin send áfram til skipulags- og umhverfisráðs Akraneskaupstaðar sem velur hvaða tillögur verður kosið um. Í kosningarhluta verkefnisins, sem mun standa yfir frá 28. mars – 11. apríl 2023, gefst öllum íbúum Akraness fæddum árið 2011 eða fyrr, kostur á að kjósa um þær 20 hugmyndir sem valdar voru. Þeir sem hafa kosningarétt geta kosið allt að fimm tillögur áfram. Vakin er athygli á því að hægt er að kjósa oftar en einu sinni. Þegar kosið er að nýju fellur fyrra val úr gildi.
Hugmyndasöfnun
Í fyrsta hluta verkefnisins, hugmyndainnsetningu, gefst öllum tækifæri til að setja fram hugmyndir að verkefnum sem þeir vilja sjá framkvæmd í bænum.
Söfnun hugmynda stendur yfir frá 21. febrúar til og með 7. mars 2023. Hugmyndir eru sendar inn í gegnum samráðsvef Okkar Akranes, www.okkar-akranes.betraisland.is .
Hugmyndirnar sem fram koma þurfa að vera innan þéttbýlis á landi bæjarins. Þær eiga að snúast um útfærslur á opnum grænum svæðum almennt. Þær eiga að hafa jákvæð áhrif á umhverfið og íbúa og til bættrar lýðheilsu.
Hugmyndir þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að eiga möguleika á að komast í kosningu:
- Taka til fjárfestinga en ekki rekstrar
- Varða umhverfi í bæjarlandi og nýtast í búum bæjarins í heild
- Kostnaður einstakra verkefna sé ekki hærri en 10 milljónir kr.
- Endingartími fjárfestingar skal vera að lágmarki 5 ár.
- Tillagan á að samræmast skipulagi og stefnu Akraneskaupstaðar
- Akraneskaupstaður áskilur sér rétt til að útfæra hugmyndina og koma henni í framkvæmd á hentugri stað, ef hún samræmist ekki skipulagi svæðisins
- Vera á fullu forræði Akraneskaupstaðar og getur ekki verið háð samráði eða samningaviðræðum við aðrar stofnanir eða sveitarfélag.
Mikilvægt er að hugmyndin sé skýr og lýsandi, þannig að allir eigi auðvelt með að átta sig á því sem um er að ræða. Koma þarf fram um hvað verkefnið snýst og hvar nákvæm staðsetning er hugsuð. Greinargóð lýsing auðveldar mat og því hvort hún nái athygli annarra íbúa ef hún kemst í kosningu. Starfsmenn Akraneskaupstaðar geta óskað eftir nánari skýringum um hverja hugmynd.
Aðstoð og nánari upplýsingar eru veittar í þjónustuveri Akraneskaupstaðar að Dalbraut 4 og á Bókasafni Akraness að Dalbraut 1.
Upplýsingar eru einnig veittar í síma 433-1000 og á netfanginu okkarakranes@akranes.is
Skilyrði
Hugmyndirnar eiga að varða umhverfið. Þær eiga að snúa að leik- og útivistarsvæðum, grænum og opnum svæðum almennt. Þannig geta hugmyndir tengst gróðri og fegrun bæjarins, útilistaverkum, aðstöðu og öðru sem getur af sér jákvæð áhrif á umhverfi og íbúa. Hugmyndir geta einnig átt við útivist og samveru til bættrar lýðheilsu eða aðstöðu til leikja- og skemmtunar. Hugmyndin verður að falla að stefnu bæjarins og vera innan þéttbýlis í bæjarlandinu.
Verkefnin þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði til að eiga möguleika á að komast í kosningu:
- Taka til fjárfestinga en ekki rekstrar
- Varða umhverfi í bæjarlandi og nýtast íbúum bæjarins í heild
- Kostnaður einstakra verkefna sé ekki hærri en 10 milljónir kr.
- Líftími fjárfestingar skal vera að lágmarki 5 ár.
- Tillagan á að samræmast skipulagi og stefnu Akraneskaupstaðar
- Akraneskaupstaður áskilur sér rétt til að útfæra hugmyndina og koma henni í framkvæmd á hentugri stað, ef hún samræmist ekki skipulagi svæðisins
- Vera á fullu forræði Akraneskaupstaðar og getur ekki verið háð samráði eða samningaviðræðum við aðrar stofnanir eða sveitarfélag.
Mikilvægt er að hugmyndin sé skýr og lýsandi, þannig að allir eigi auðvelt með að átta sig á því sem um er að ræða. Koma þarf fram um hvað verkefnið snýst og hvar nákvæm staðsetning er hugsuð. Greinargóð lýsing auðveldar mat á því hvort hún nái athygli annarra íbúa ef hún kemst í kosningu. Starfsmenn Akraneskaupstaðar geta óskað eftir nánari skýringum um hverja hugmynd.
Kosning
Annar hluti verkefnisins snýr að forgangsröðun tillagna með rafrænni kosningu.
Reglur um rafrænar kosningar er að finna hér.
Kosningarnar fara fram á tímabilinu 28. mars til 11. apríl 2023.
Allir íbúar á Akranesi, fæddir árið 2011 og fyrr geta kosið.
Kosning fer fram á kosningavef þar sem notandi auðkennir sig með öruggum hætti í gegnum innskráningarþjónustu island.is, með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.
Í verkefninu fara allt að 30 milljónir til framkvæmda á verkefnum sem íbúar kjósa.
Ekki er um að ræða íbúakosningu í skilningi 107. gr. sveitarstjórnarlaga nr.138 frá 2011.
Framkvæmd
Þegar niðurstöður kosninga liggja fyrir, verða vinningshugmyndir kynntar fyrir bæjarbúum. Þá hefst undirbúningur framkvæmda með því að ráðast í endanlegt kostnaðarmat og uppsetningu tímaramma við að framkvæma hugmyndirnar. Vænta má að framkvæmdir einhverra verkefna geti hafist fljótlega en aðrar síðar. Framkvæmdir stærri verkefna geta teygst yfir lengri tíma, mögulega yfir á næsta ár.