Fara í efni  

Tómstundaframlag

Akraneskaupstaður styrkir frístundaiðkun allra barna og unglinga á aldrinum 5-17 ára sem hafa lögheimili á Akranesi. Tómstundaframlagið gildir fyrir þau börn sem verða 5 til 17 ára á árinu. 5 ára börnhálfan styrk, 6-17 ára  fullan styrk. Sé barn orðið 18 ára stendur því til boða árskort í þrek- og sund í íþróttamannvirkjum Akraneskaupstaðar þeim kotnaðarlausu. Hér er hægt að sjá hvaða frístundastarf er í boði á vegum Akraneskaupstaðar og ÍA:

 Sportabler - Akraneskaupstaður                       Sportabler - ÍA

Við skráningu barna í gegnum Sportabler er hægt að ráðstafa tómstundaframlaginu og skipta því einnig á milli íþróttafélaga, æfi viðkomandi fleiri en eina grein.  Árið 2025 er tómstundaframlagið kr. 38.761 fyrir eitt barn, kr. 43.606 fyrir hvert barn þar sem tvö börn eru skráð með sama lögheimili og kr. 49.258 fyrir hvert barn þar sem þrjú eða fleiri börn eru skráð með sama lögheimili. Upphæð tómstundaframlagsins hverju sinni er ákvörðun bæjarstjórnar. Framlaginu er einnig hægt að ráðstafa í Tónlistarskóla Akraness. Athugið að styrkurinn gildir ekki fyrir sumarnámskeið nema þau nái yfir 10 vikur samkvæmt reglum hér að neðan.

Markmið þessarar niðurgreiðslu er að hvetja börn og unglinga til að finna sér frístund sem hentar hverjum og einum. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um reglur um tómstundaframlag.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00