Fara í efni  

Byggðasafnið í Görðum

Byggðasafnið í Görðum Akranesi | Upplifðu Vesturland

Byggðasafnið í Görðum hefur á undanförnum árum skipað sér verðugan sess sem eitt helsta aðdráttarafl Akraness enda mikil upplifun að koma þangað, jafnvel fyrir þá sem hafa annars ekkert gaman af söfnum.

Í Byggðasafninu að Görðum er sögu byggðar, atvinnu og mannlífs sunnan Skarðsheiðar gerð góð skil. Ný grunnsýning var opnuð 15.05.2021, fjallar hún um það hvernig var, og er að lifa og starfa á vogskornu nesi á vestanverðu Íslandi. Sagan er rakin frá litlu sjávarþorpi á 17. öld til nútímalegs kaupstaðar með um áttunda þúsund íbúa. Sýningin byggist á frásögnum, myndum og munum á báðum hæðum hússins. Á undanförnum árum hafa gömul hús sem tengjast sögu Akraness á einhvern hátt verið flutt á byggðasafnið og gerð þar upp til minningar um liðna tíma. Þar má einnig finna vísi að bátasafni og þar er Íslands eini kútter, kútter Sigurfari, varðveittur. Gamli prestsbústaðurinn í Görðum eða Garðahúsið (frá 1876) er fyrsta steinsteypta íbúðarhúsið af sinni gerð sem byggt var hérlendis og jafnvel á Norðurlöndum.  Tekið er á móti hópum og fara pantanir í gegnum netfangið museum@museum.is eða í síma 433-1150.

Upplýsingar um opnunartíma, fréttir og fleira má finna á heimasíðu byggðasafnsins.

Byggðasafnið í Görðum | Akraneskaupstaður    No photo description available.

Fyrir áhugasöm þá má hér sjá myndband um nýlega grunnsýningu safnsins sem tilnefnd var til Íslensku safnaverðlaunanna 2022:

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00