Fara í efni  

Bæjarráð

Í bæjarráð eru kosnir þrír fulltrúar og þrír til vara til eins árs og eru þeir kosnir af bæjarstjórn á fyrsta eða öðrum fundi að afloknum sveitarstjórnarkosningum. Framboð sem hefur fulltrúa í bæjarstjórn en á ekki kjörinn fulltrúa í bæjarráði skal hafa einn áheyrnarfulltrúa í ráðinu.

Bæjarráð heldur fundi sína að jafnaði tvisvar í hverjum mánuði, annan og fjórða fimmtudag hvers mánaðar kl. 08:15. Erindi ætluð til afgreiðslu í ráðinu að berast á bæjarskrifstofur fyrir kl. 12:00, þriðjudaginn á undan.

Bæjarráð fer ásamt bæjarstjóra með fjármálastjórn bæjarins, leggur fram tillögu að árlegri starfsáætlun og fjárhagsáætlun bæjarsjóðs, stofnana hans og fyrirtækja að fengnum tillögum hlutaðeigandi ráða og stjórna og leggur þau fyrir bæjarstjórn í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga.

Bæjarráð gerir tillögu til bæjarstjórnar um viðauka fjárhagsáætlunar og hefur eftirlit með að ársreikningar bæjarsjóðs séu samdir og að þeir ásamt ársreikningum stofnana og fyrirtækja bæjarins séu lagðir fyrir bæjarstjórn til afgreiðslu, líkt og sveitarstjórnarlög mæla fyrir um.

Bæjarráð er skipað eftirtöldum aðilum:

Aðalmenn
Varamenn

Einar Brandsson (D) formaður

Guðmundur Ingþór Guðjónsson (D) 

Valgarður Lyngdal Jónsson (S) varaformaður   

Jónína Margrét Sigmundsdóttir (S) 

Ragnar B. Sæmundsson (B) aðalmaður

Sædís Alexía Sigurmundsdóttir (B) 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00