Fara í efni  

Frístundamiðstöðin Þorpið

Vettvangur starfsemi Þorpsins er frítími og forvarnir og er megináherslan  lögð á barna- og unglingastarf. Uppbygging þjónustu í frítímanum er ein af kröfum nútímans. Þorpið leggur áherslu á að bjóða upp á fjölbreytt og áhugavert frístundastarf þar sem lögð er áhersla á forvarnir. Í gegnum þetta starf er börnum og ungmennum beint inn á braut heilbrigðis og jákvæðs lífernis. Þorpið leggur metnað sinn í að veita faglega og umfangsmikla þjónustu og vinnur í nánu samstarfi við börn og ungmenni, foreldra og frjáls félagasamtök. Markmið Þorpsins er að vera opin fyrir nýjungum og breytingum í starfseminni á hverjum tíma. Mikilvægt er að mæta þörfum hvers og eins og miða starfsemina út frá þörfum samfélagsins hverju sinni.

Innan Þorpsins eru Arnardalur, félagsmiðstöð fyrir 13 - 16 ára, Hvíta húsið, ungmennahús fyrir 16 - 25 ára,  Dagstarf fyrir 10 - 12 ára og Frístundarheimilið Krakkasel, frístund fyrir 3. - 4. bekk.

Skrifstofa æskulýðs- og forvarnamála sér um starfsemi Þorpsins og hefur aðsetur að Þjóðbraut 13. Símanúmerið í Þorpinu er  433-1250. Starfsmenn eru  Ívar Orri Kristjánsson, deildarstjóri æskulýðs- og forvarnarmála , Elísabet Sveinbjörnsdóttir, deildarstjóri Krakkadal og Ársæll Rafn Erlingsson deildarstjóri stoðþjónustu  Starfsmenn Þorpsins taka mið af og vinna eftir siðareglum Félags fagfólks í frítímaþjónustu.

Dagstarf í Þorpinu

Dagstarf í Þorpinu er tómstundastarf fyrir börn og ungmenni á aldrinum 10-20 ára á vegum Frístundamiðstöðvarinnar Þorpsins á Akranesi. Dagstarf Þorpsins skiptist í dagstarf Hvíta húss fyrir ungmenni  16 til 20 ára, dagstarf Arnardals fyrir unglingar 13 til 16 ára og Gaman saman fyrir börn 10 til 12 ára. Starfið felur í sér ýmis konar klúbbastarf og námskeið og fer starfsemin fram milli kl. 13:00 og 16:00 alla virka daga. 

Arnardalur

Dagstarf Arnardalur
Dagstarf Arnardals er ætlað 13 til 16 ára unglingum sem vilja taka þátt í skipulögðu tómstundastarfi eftir að skóladeginum lýkur og til kl. 16:00. Dagskráin er ákveðin í samráði við unglingana og getur innihaldið námskeið, klúbbastarf og fleira. Í dagstarfinu er lögð mikil áhersla á að hvetja unglingana til þess að taka þátt í kvöldstarfi Arnardals og veittur stuðningur til þess ef þörf er á. 

Frekari upplýsingar um dagstarfið veitir Bryndís Gylfadóttir, deildarstjóri dagstarfs bæði í tölvupósti og í síma 433-1252. Hægt er að fylgja dagstarfi Arnardals á Facebook.

Kvöldstarf Arnardals
Félagsmiðstöðin Arnardalur hóf starfsemi sína 12. janúar 1980. Í Arnardal er unnið út frá hugmyndafræði sem byggir á barna- og ungmennalýðræði og tryggir áhrif barna og ungmenna í starfi. Áhersla er lögð á samvinnu, virðingu, reynslunám, félagsfærni, sjálfstyrkingu, samfélagslega virkni og þátttöku. Síðast en ekki síst er verið að vinna að forvörnum og skýr afstaða tekin gegn neyslu vímuefna og annarri neikvæðri hegðun. Félagsmiðstöðvar eru vettvangur þar sem ungt fólk fær tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri  og í framkvæmd, vinna að áhugamálum sínum og fást við skemmtileg verkefni.

Opnunartími
Þriðjudagskvöld kl. 19:30 - 22:00
Miðvikudagskvöld kl. 19:30 - 22:00
Föstudagskvöld kl. 19:30 - 22:00
Einnig er opið er alla virka daga kl. 13:00 - 16:00.

Frekari upplýsingar um starf Arnardals veitir Ívar Orri Kristjánsson, deildarstjóri æskulýðs- og forvarnarmála bæði í tölvupósti og í síma 433-1251. Hér er hægt er að fylgja Arnardal á Facebook

Hvíta húsið

Dagstarf Hvíta hússins
Tómstundaklúbburinn í Hvíta húsinu er fyrir ungmenni á aldrinum 16 til 25 ára sem vilja koma í skipulagt starf kl. 12:00 til 16:00 á daginn og þurfa jafnframt á hvatningu og stuðningi að halda við sína tómstundaiðju. Nánari upplýsingar veitir Bryndís Gylfadóttir, deildarstjóri dagstarfs, bæði í tölvupósti og í síma 433 1252.

Kvöldstarf Hvíta hússins
Ungmennahúsið Hvíta húsið hóf starfsemi sína 1. maí 2002 að frumkvæði Rauða kross deilda á Vesturlandi í samstarfi við Akraneskaupstað.  Árið 2004 tók Akraneskaupstaður alfarið við rekstrinum. Í starfi Hvíta hússins er unnið út frá hugmyndafræði sem byggir á ungmennalýðræði og tryggir áhrif ungmenna í starfi. Áhersla er lögð á samvinnu, virðingu, reynslunám, félagsfærni, sjálfstyrkingu, samfélagslega virkni og þátttöku. Síðast en ekki síst er verið að vinna að forvörnum og skýr afstaða tekin gegn neyslu vímuefna og annarri neikvæðri hegðun. Ungmennahús eru vettvangur þar sem ungmenni fá tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri  og í framkvæmd, vinna að áhugamálum sínum og fást við skemmtileg verkefni.

Opnunartími
Þriðjudagskvöld kl. 18:30 - 23:00
Miðvikudagskvöld kl. 18:30 - 23:00
Fimmtudagskvöld kl. 18:30 - 23:00

Þá er hægt að líta við í Hvíta húsinu svo lengi sem einhver starfsmaður er í húsinu. Frekari upplýsingar um starf Hvíta hússins veitir Ívar Orri Kristjánsson, deildarstjóri æskulýðs- og forvarnarmála bæði í tölvupósti og í síma 433-1251. Hægt er að fylgja Hvíta húsinu á Facebook.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00