Íþróttahús
Á Akranesi er boðið upp á fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf sem nær til allra aldurshópa. Tvö íþróttahús eru á Akranesi, annars vegar á Jaðarsbökkum og hins vegar við Vesturgötu. Á Jaðarsbökkum er m.a. að finna fjölnota Akraneshöll, sundlaug, aðalleikvang bæjarins og íþróttahús. Á Jaðarsbökkunum sjálfum eru síðan fjölmargir knattspyrnuvellir sem njóta mikilla vinsælda á sumrin og koma að góðum notum, t.d. á fótboltamótum eins og Norðurálsmótinu. Í Íþróttahúsinu við Vesturgötu fer fram fjölbreytt starfsemi en þar æfir t.d. Fimleikafélag Akraness aðallega.
Forstöðumaður íþróttamannvirkja er Daníel Sigurðsson Glad sem jafnframt veitir nánari upplýsingar bæði í tölvupósti og í símar 433-1100.
Íþróttamiðstöðin að Jaðarsbökkum
Á Jaðarsbökkum fara fram skólaíþróttir barna í Grundaskóla, knattspyrna, körfuknattleikur, frjálsar íþróttir og blak. Einnig er þar að finna aðal þreksal Akraness og sundlaug með vatnsrennibraut. Skrifstofur forstöðumanns íþróttamannvirkja og íþróttafulltrúa ÍA eru að Jaðarsbökkum. Íþróttamiðstöðin er opin alla virka daga frá kl. 06.30 - 22.00 og frá kl. 09:00 - 19.00 um helgar. Akraneshöllin er opin frá kl. 06.30 -22.00 virka daga og frá kl. 09.00 til 19.00 um helgar. Símanúmer Jaðarsbakka er 433 1100.
Íþróttahúsið við Vesturgötu
Í íþróttahúsinu við Vesturgötu fara fram skólaíþróttir barna í Brekkubæjarskóla, fimleikar, badminton, karate, hnefaleikar, skotfimi, keila og þrek. Þreksalur er því miður lokaður um óákveðinn tíma. Lokað er á sumrin frá júní - 22.ágúst. Símanúmer íþróttahúsins við Vesturgötu er 433 1133 en einnig er hægt að hafa samband með tölvupósti.
Viðburðir