Skóla- og frístundasvið
Skóla- og frístundasvið er stjórnunareining innan Akraneskaupstaðar sem sérhæfir sig málefnum grunn-, leik- og tónlistarskóla, forvarnamálum, æskulýðs-, tómstunda- og íþróttamálum, daggæslu barna, vinnuskólanum og þróun samstarfs Akraneskaupstaðar við t.d. Símenntunarmiðstöð Vesturlands og Fjölbrautarskóla Vesturlands. Sviðið sé m.a. um innritun barna í skóla Akraneskaupstaðar, undirbúning þjónustukannanna á vegum stofnana sem tilheyra sviðinu, vinnur að þróun skólastarfs og undirbúningi stefnumörkunar, umsjón með sérfræðiþjónustu við grunn- og leikskóla, annars áætlanagerð, annast mat og eftirlit með skólastarfi og sinnir upplýsingamiðlun fyrir skóla- og frístundaráð. Þá hefur sviðið umsjón og eftirlit með rekstri íþrótta- og æskulýðsstarfsemi og forvarnarmálum á vegum Akraneskaupstaðar, annast fagþjónustu við íþrótta- og æskulýðsstarfsemi, ber ábyrgð á stefnumótun, áætlanagerð og rekstri starfsstaða og samskiptum við fagaðila, félög og samtök, íþróttahreyfinguna og almenning.
Sviðið er skóla- og frístundaráði til ráðgjafar varðandi stefnumótandi ákvarðanir í þeim málaflokkum sem undir það heyra og annast framkvæmd þeirra. Hlutverk sviðsins er að veita bæjarbúum, bæjarfulltrúum, forstöðumönnum og öðrum þeim sem á þurfa að halda, góða þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar um málaflokka sviðsins.
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs er Dagný Hauksdóttir, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar bæði í tölvupósti á netfangið skoliogfristund@akranes.is og í síma 433 1000.