Fjöliðjan og Búkolla
Fjöliðjan
Fjöliðjan er vinnustaður þar sem boðið er upp á verndaða vinnu og endurhæfingu fyrir þá sem þess þurfa og leita eftir þjónustu. Í Fjöliðjunni á Akranesi fer fram fjölbreytt vinna og starfsfólkið tekst á við mörg ólík verkefni.
Starfsemi Fjöliðjunnar fer fram í tveimur húsum á Smiðjuvöllum. Vinnustofa, pökkun og önnur starfsemi fer fram að Smiðjuvöllum 28. Móttaka einnota umbúða og Búkolla nytjamarkaður eru að Smiðjuvöllum 9.
Fjöliðjan tekur að sér ýmis pökkunarverkefni. Upplýsingar gefa Guðmundur Páll forstöðumaður á netfangið gpj@fjolidjan.is og Árni Jón Harðarson verk- og deildarstjóri á netfangið arni@fjolidjan.is eða í síma 433-1722.
Upplýsingar um opnunartíma:
Vinnustofa Fjöliðjunnar Smiðjuvöllum 28 – opin alla virka daga frá kl: 08:00 –16:00
Móttaka einnota umbúða Smiðjuvöllum 9 – opin alla virka daga frá kl: 09:00-11:45 og 13:00-15:30
Búkolla Smiðjuvöllum 9 – opnunartími verslunar er fimmtudaga, föstudaga og laugardaga kl: 12:00 – 15:00. Móttaka er opin í Búkollu þriðjudaga - föstudaga kl: 10:00-15:00 og á laugardögum 12:00-15:00. Einnig er vörumóttaka á endurvinnslusvæðinu Höfðaseli 16 á opnunartíma Terra.
Markmið Fjöliðjunnar er að starfrækja verndaðan vinnustað á grundvelli laga um málefni fatlaðra:
- Veita þeim sem ekki eiga kost á almennum vinnumarkaði atvinnu við sitt hæfi
- Veita fötluðum þjálfun og endurhæfingu til að starfa á almennum vinnumarkaði
- Veita starfsþjálfun sem eykur möguleika til blöndunar í samfélagi ófatlaðra á gagnkvæmum forsendum
- Bjóða upp á næg og fjölbreytt verkefni sem taka mið af þjálfunargildi
- Líkja sem mest eftir algengum (væntanlegum) vinnuaðstæðum og kröfum á almennum vinnumarkaði
- Veita öllum viðskiptavinum (þjónustuþegum) góða og sveigjanlega þjónustu er fellur að mismunandi þörfum og óskum þeirra
- Starfsemi Fjöliðjunnar verði í sem mestum tengslum við atvinnulífið og að allar aðstæður og starfskjör líkist því sem almenn gerist
Einstaklingar með lögheimili á Akranesi geta sótt um starf hjá Fjöliðjunni. Nánari upplýsingar gefa Guðmundur Páll forstöðumaður á netfangið gpj@fjolidjan.is og í síma 433 1720 eða Ásta Pála Harðardóttir yfirþroskaþjálfi á netfangið astapala@fjolidjan.is og í síma 433 1723. Eftir móttöku umsóknar fær umsækjandi viðtalstíma hjá forstöðumanni og/eða yfirþroskaþjálfa og eftir atvikum atvinnumálafulltrúa atvinnu með stuðning. Í framhaldi af því er umsóknin tekin fyrir á atvinnuteymisfundi sem afgreiðir umsóknina.
Búkolla
Nytjamarkaðurinn Búkolla hefur verið starfandi á Akranesi síðan árið 2009. Starfsemi Búkollu felst í endurnýtingu fatnaðar og alls þess sem að heimilishaldi lýtur. Akurnesingar hugsa hlýlega til Búkollu þegar þeir losa sig við fatnað, húsgögn eða annan húsbúnað sem öðlast nýtt líf á öðrum heimilum. Í Búkollu býðst fólki á örorku og endurhæfingu störf.
Búkolla er sjálfstæð eining sem rekinn er undir Fjöliðjunni. Erla Björk Berndsen Pálmadóttir þroskaþjálfi er umsjónaraðili Búkollu s: 844-1721 netfang: erlabp@fjolidjan.is
Búkolla er staðsett á Smiðjuvöllum 9 og er markaðurinn opinn fimmtu,- föstu- og laugardaga frá kl. 12-15. Vörumóttaka er þriðjudaga til föstudaga frá kl. 10-15 og laugardaga frá kl. 12-15. Einnig er vörumóttaka á gámasvæðinu á opnunartíma Gámu.
Nánari upplýsingar
Símanúmer og netföng:
Guðmundur Páll Jónsson forstöðumaður gpj@fjolidjan.is sími: 433-1720
Árni Jón Harðarson Verk-og deildarstjóri arni@fjolidjan.is sími: 433 –1722
Ásta Pála Harðardóttir Yfirþroskaþjálfi astapala@fjolidjan.is sími 433-1723
Erla Björk B Pálmadóttir þroskaþjálfi og umsjón Búkolla erlabp@fjolidjan.is sími 433-1724
Ingibjörg Freyja Gunnarsdóttir þroskaþjálfi og atvinnumál A.M.S ingibjorgfg@fjolidjan.is sími 433-1725
Kathrin Jolanta Schymura þroskaþjálfi og umsjón gróðurhúss kathi@fjolidjan.is sími 433-1724