Fara í efni  

Norðurálsmótið á Akranesi

Norðurálsmótið á Akranesi er knattspyrnumót fyrir börn í 7. og 8. flokki. Allir þjálfarar, fararstjórar, foreldrar, systkini og aðrir ættingjar eru velkomin á Skagann með börnunum sem þar keppa. Árlega fer fram mikil undirbúningsvinna svo að mótið gangi vel fyrir sig og til að hægt sé að taka sem best á móti öllum. Ríflega 800 sjálfboðaliðar, flestir foreldrar barna sem stunda íþróttir hjá ÍA, koma að þeirri vinnu og þeim störfum sem þarf að sinna meðan á móti stendur en Knattspyrnufélag ÍA sér um skipulag og framkvæmd mótsins. 

Norðurálsmótið var haldið í 39.skipti á Akranesi dagana 20.-25.júní árið 2024. Mótið hófst 20.júní með keppni 8.flokks barna. Mótið var svo formlega sett föstudaginn 21.júní með skrúðgöngu og setningu. 7.flokkur drengja og stúlkna hóf keppni þann dag og var þetta í annað skipti sem 7.flokkur stúlkna tók þátt í mótinu. Heildarfjöldi þátttakenda í Norðurálsmótinu í ár voru um 2000 úr 336 liðum, eitt það fjölmennasta á Íslandi. Eitt félaganna sem tók þátt var meira að segja frá Grænlandi! Norðurálsmótið er eitt stærsta mót landsins og er með fyrstu stórmótum sem keppendur fara á.

Árið 2025 verður haldið upp á 40 ára afmæli mótsins og er skráning hafin.

Tekin var ákvörðun um að færa 8. flokks mótið á 17. júní og gera því mót hærra undir höfði.

Sérstök tjaldstæði eru útbúin víðsvegar um bæinn fyrir mótsgesti, við Byggðasafnið í Görðum og Skógræktina og þar gista flestir aðstandendur en keppendur gista í skólum bæjarins. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00