Fara í efni  

Bláfáninn

Þann 20. júní 2013 fékk Langisandur í fyrsta skipti umhverfisvottun Bláfánann. Bláfáninn er alþjóðlegt umhverfismerki sem hefur þann tilgang að stuðla að verndun umhverfis hafna og baðstranda. Bláfánann hljóta þeir einir sem leggja sig fram um að bæta gæði og þjónustu stranda og smábátahafna og stuðla að verndun umhverfis. Bláfáninn er tákn um að umhverfismál, öryggismál og umhverfisfræðslumál eru í hávegum höfð hjá handhöfum fánans. Bláfáninn er veittur þeim baðströndum sem uppfylla ákveðin skilyrði sem lúta að eftirfarandi þáttum; umhverfisfræðsla og upplýsingagjöf, vatnsgæði, umhverfisstjórnun, öryggi og þjónusta.  Vottunarstofan Tún er umsjónaraðili Bláfánans á Íslandi, hægt er að finna frekari upplýsingar um Bláfánann á hér. 

 

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands tekur sýni úr sjónum reglulega og hafa þau komið mjög vel út. Fræðsluverkefni eru unnin í tengslum við Bláfánann af börnum og ungmennum á Akranesi og hafa m.a. börn í 6. bekk í báðum grunnskólunum hreinsað strandlengjuna á vorin, leikskólabörn á Akranesi hafa unnið með sérstök verkefni sem tengjast Langasandi sem og börn í hópnum Gaman saman í félagsmiðstöðinni Þorpinu. Nánari upplýsingar gefur Jón Arnar Sverrisson bæði í tölvupósti á netfangið jonsverris@akranes.is og í síma 433 1000.

Vatnsgæði á Langasandi

Langisandur stenst kröfur um gæði vatns/sjávar. Gæði sjávar við Langasand er vaktað reglulega og vatnssýni send til sjálfstæðrar og vottaðrar rannsóknarstofu. Vatnssýni eru tekin einu sinni í mánuði yfir Bláfánatímabilið, sýni eru tekin á tveimur stöðum við ströndina og staðsetning sýnd á upplýsingaskilti. Hér að neðan er tafla  sem sýnir  hvenær sýni voru tekin og hvort þau stóðust kröfur um fjölda baktería sem má finnast í strandsjó, það eru tvær mismunandi gerðir baktería sem fylgst er með. Ef niðurstöður rannsókna standast ekki kröfur verður að taka Bláfánann niður. Lítill fjöldi baktería fundinn í sýnum sýna að sjórinn er hreinn en hár fjöldi baktería gefa vísbendingu um að sjórinn gæti verið mengaður af völdum skólps. 

Niðurstöður við sýnatöku 2024.

 

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00