Hreyfiávísun
Ein af aðgerðum Akraneskaupstaðar til viðspyrnu vegna heimsfaraldursins Covid-19 er að veita íbúum Akraness 19 ára og eldri hreyfiávísun að verðmæti kr. 5000.
Hreyfiávísun er hægt að nýta upp í námskeiðskostnað og er skilyrði að námskeiðið sé haldið af aðila með starfsemi á Akranesi.
Fyrirkomulag vegna nýtingu fer fram í gegnum greiðslu- og skráningarkerfið Nóra þar sem íbúar einfaldlega haka við að nýta hreyfiávísun þegar skráning fer fram. Hreyfiávísunin gildir frá 1. júní til 15. desember 2020.
Þeir aðilar sem ekki eru að nýta sér greiðslu- og skráningarkerfið Nóra fylla út eftirfarandi eyðublað og í framhaldinu verður haft samband við þá.
Nánari upplýsingar fást í síma 433-1000.