Stjórnsýslu- og fjármálasvið
Stjórnsýslu- og fjármálasvið hefur að leiðarljósi að þróa og innleiða hjá Akraneskaupstað góð vinnubrögð í stjórnun fjármála, reikningshaldi, fjárhagsáætlunargerð, og hverskonar skrifstofuhaldi. Stjórnsýslu- og fjármálasvið hefur að markmiði að veita viðskiptavinum sínum, þ.e. sviðum, stofnunum, fyrirtækjum og deildum Akraneskaupstaðar, bæjarfulltrúum og bæjarbúum, ávallt eins góða þjónustu og kostur er, með hagkvæmum hætti. Stjórnsýslu- og fjármálasvið fer með ábyrgð á fjármálum, reikningshaldi og launamálum Akraneskaupstaðar. Stjórnsýslu- og fjármálasvið sinnir innra eftirliti, þ.m.t. eftirliti með framkvæmd fjárhagsáætlunar. Stjórnsýslu- og fjármálasvið annast greiningar um fjárhagsleg málefni og er í forystu fyrir umbótaverkefni á sviði rekstrar um bætta stjórnunarhætti, verklag og hagræðingu í rekstri kaupstaðarins. Stjórnsýslu- og fjármálasvið skal vera leiðandi varðandi þróun rafrænnar stjórnsýslu og greiðslumiðlunar. Áhersla er lögð á þjónustuhlutverk skrifstofunnar og skilvirka upplýsingamiðlun til viðskiptavina.
Þær deildir sem tilheyra stjórnsýslu- og fjármálasviði eru fjárreiðudeild, bókhaldsdeild og launadeild. Sviðsstjóri er Steinar Adolfsson sem veitir jafnframt nánari upplýsingar bæði í tölvupósti á netfangið steinara@akranes.is og í síma 433 1000. Einnig er sviðsstjóri með viðtalstíma á fimmtudögum milli kl. 10-12. Hér er hægt að nálgast rafrænt eyðublað og óska eftir viðtalstíma.