Skrifstofa bæjarstjóra
Skrifstofa bæjarstjóra er ný eining sem samþykkt var samhliða stjórnkerfisbreytingum þann 15. desember árið 2020. Hlutverk skrifstofunnar er að ná betri samþættingu innan ákveðinna málaflokka sem undir hana heyra ásamt því að skýra ábyrgð og forgangsröðun verkefna. Einnig hefur skrifstofan það hlutverk að veita bæjarbúum, bæjarfulltrúum, forstöðumönnum og öðrum þeim sem á þurfa að halda, góða þjónustu, ráðgjöf og upplýsingar um málaflokka skrifstofunnar en þeir eru:
- Mannauðsmál þar sem unnið er markvisst að því að efla mannauð kaupstaðarins. Harpa Hallsdóttir mannauðsstjóri gegnir forystu innan málaflokksins, netfang harpa@akranes.is.
- Verkefnastofa þar sem áhersla er á uppbyggingu þverfaglegs samstarfs og samhæfingu í stýringu verkefna. Þessi deild heldur utan um teymisvinnu innan kaupstaðarins þvert á svið og starfsemi þar sem ábyrgðarhlutverk allra er skýrt og árangursmælingar framsettar. Verkefnastjóri verkefnastofunnar er Valdís Eyjólfsdóttir, netfang valdise@akranes.is.
- Þjónusta og stafræn þróun þar sem áhersla er lögð á að nútímavæða þjónustuferla og efla þjónustuhugsun meðal starfsfólks og innleiðingu þjónustumarkmiða ásamt því að leysa mál með þjálfun starfsmanna í fyrstu snertingu með íbúum. Skrifstofan gegnir frumkvæðishlutverki í stafrænni þróun sveitarfélagsins til að auka framleiðni og létta álagi á starfsfólk. Undir þessa deild heyrir Jóhann Guðmundsson kerfisstjóri netfang joi@akranes.is, verkefnastjóri skjalamála og þjónustufulltrúar þjónustudeildar.
- Atvinnuþróun þar sem unnið verður að því að styrkja og efla atvinnustarfsemi á Akranesi ásamt því að vinna í árangursríku samstarfi við þróunarfélögin við Breið og Grundartanga.
- Ferðamál þar sem haldið er utan um rekstur Akranesvita, Upplýsingamiðstöðvar og Guðlaugar við Langasand.
- Markaðsmál þar sem viðburðahald og framleiðsla markaðs- og kynningarefnis fer fram.
- Menningar- og safnamál þar sem haldið er utan um rekstur byggða-, bóka-, ljósmynda- og héraðsskjalasafns.