Fara í efni  

Fornir íslenskir prentstaðir

Fornir íslenskir prentstaðir í boði Old Icelandic Books.
Opnun 3. júlí 2024 - kl. 16:00 á Bókasafni Akraness.
 
Old Icelandic Books koma með menningararfinn af svæðinu til sýnis.
Þar á meðal eru bækur sem prentaðar voru á þessum tíma, 18. og 19. öld ásamt líkönum af stöðunum.
 
Sá sem stendur á bakvið Old Icelandic Books er Eyþór Guðmundsson frá Beitistöðum í Leirársveit.
Þar var prentsmiðja á árunum 1815 til 1819 og er ein af þessum fornum prentstöðum.
 
Sýningin verður uppi við út júlí 2024 og er aðgengileg á opnunartíma bókasafnsins.
 
Öll velkomin.
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00