Íbúafundur um umhverfisstefnu
Skipulags- og umhverfisráðs Akranesskaupstaðar vinnur að því að móta umhverfisstefnu fyrir sveitarfélagið. Af því tilefni var efnt til íbúafundar fimmtudaginn 23. maí í Frístundamiðstöðinni við Garðavöll. Stefán Gíslason og Salome Hallfreðsdóttir frá Umhverfisráðgjöf Íslands ehf. sáu um fundarstjórn. Fundurinn var með svokölluðu þjóðfundafyrirkomulagi án fyrirfram ákveðinna efnisatriða og opinn öllum.