Lokið - Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í rekstur og umsjón Bíóhallarinnar 2020-2023
Akraneskaupstaður auglýsir eftir áhugasömum aðila til að sjá um rekstur og umsjón Bíóhallarinnar á Akranesi. Rekstur Bíóhallarinnar skal vera í samræmi við gildandi menningarstefnu Akraneskaupstaðar hverju sinni og þannig bjóða upp á umgjörð og stuðning við menningu í bæjarfélaginu í þeim tilgangi að sköpun og upplifun menningar og lista blómstri.
Bíóhöllin var stofnuð árið 1942 og leggur Akraneskaupstaður áherslu á að starfsemi í húsinu samræmist menningarsögu hússins. Bíóhöllin samanstendur af eftirfarandi:
- Húsnæði, alls 753,27 m²
- Salur ásamt leiksviði 415,45 m² (209 hefðbundin bíósæti og 24 lúxus bíósæti).
- Undir sviði 73,56 m² (búningsherbergi og snyrtingar).
- Anddyri 215,28 m² (aðalinngangur, miðasöluherbergi, snyrtingar, veitingasala og geymsla).
- Sýningarherbergi og skrifstofa 48,98 m².
Rekstraraðili tekur við húsnæði í núverandi ástandi með öllum þeim búnaði sem snýr að daglegum rekstri og er í eigu Akraneskaupstaðar.
Með tilboði skal fylgja greinargerð þar sem lýst er fyrirhugaðri nýtingu á Bíóhöllinni í því skyni að standa fyrir öflugu menningarlífi í húsinu. Eftirfarandi skal koma fram í greinargerð og verða umsóknir metnar á grundvelli eftirfarandi þátta:
- Fyrirhuguð menningarstarfsemi og framtíðarsýn fyrir Bíóhöllina á tímabilinu 2020-2023.
- Reynsla umsækjanda af menningarstarfsemi, viðburðahaldi og rekstri fyrirtækis.
- Viðskiptamódel/Rekstraráætlun.
- Markaðsáætlun.
Útboðsgögn verða afhent áhugasömum frá og með miðvikudeginum 28. ágúst 2019. Senda skal óskir um útboðsgögn á netfangið akranes@akranes.is.
Tilboðum skal skilað í afgreiðslu bæjarskrifstofu Akraness, Stillholti 16-18, 1. hæð, eigi síðar en þriðjudaginn 17. september 2019 kl. 12:00 og þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.