Fara í efni  

Bæjarráð

3568. fundur 25. júlí 2024 kl. 08:15 - 11:30 í Lindinni Dalbraut 4
Nefndarmenn
  • Einar Brandsson formaður bæjarráðs
  • Valgarður L. Jónsson varaformaður
  • Ragnar B. Sæmundsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Haraldur Benediktsson bæjarstjóri
  • Steinar Dagur Adolfsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Steinar Adolfsson sviðsstjóri
Dagskrá

1.Heilsuefling eldra fólks

2402299

Tillaga að samstarfi við ÍA varðandi heilsueflingu eldra fólks á Akranesi í samræmi við nýlega samþykkta stefnu um öldrunarþjónustu á Akranesi.

Á fundi velferðar- og mannréttindaráðs þann 23.07.24 var bókað að ráðið er fylgjandi því að farið verði í tilraunaverkefni í samstarfi við ÍA, til áramóta, um að sinna heilsueflingu eldra fólks á Akranesi. ÍA annast allt utanumhald verkefnisins, auglýsingar, undirbúning, þjálfun, eftirfylgni og mælingar. Miðað er við að verkefnið hefjist í september. Framlag Akraneskaupstaðar verður allt að kr. 900.000 á mánuði, heildar framlög vegna ársins 2024 verða allt að kr. 3.600.000. Fjármögnun verkefnisins vegna ársins 2025 er vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

Sviðsstjóra er falið að gera samning við ÍA um framkvæmd verkefnisins að fengnu samþykki bæjarráðs.

Erindinu er vísað til bæjarráðs.

Sveinborg Kristjánsdóttir, deildarstjóri farsældarþjónustu fullorðinna, situr fundinn undir þessum dagskrárlið.
Lagt fram.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar vísar erindinu til umsagnar skóla- og frístundaráðs sem og til yfirferðar fjármálastjóra um viðaukabeiðnina og gert ráð fyrir að málið komi að nýju fyrir næsta fund bæjarráðs þann 15. ágúst nk.

Samþykkt 3:0
Sveinborg Kristjánsdóttir víkur af fundi.

2.Ný þjóðhagsspá Hagstofu 2024

2407100

Ný þjóðhagsspá Hagstofu 2024.
Lagt fram.

3.Docfest heimildamyndahátíð 2024 - tækifærisleyfi vegna áfengisveitinga

2407115

Umsagnarbeiðni sýslumannsins á Vesturlandi vegna tækifærisleyfis tímabundið áfengisleyfi fyrir Ingibjörgu Halldórsdóttur vegna heimildamyndahátíðar sem halda á dagana 17 - 21. júlí 2024 að Breiðargötu 2b, 300 Akranesi.

Afgreiðsla til staðfestingar.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu bæjarstjóra með vísan til 75. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akraneskaupstaðar.

Samþykkt 3:0

4.ÍA tækifærisleyfi vegna áfengisveitinga 28. júlí 2024

2407120

Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis með áfengisveitingum fyrir knattspyrnufélag ÍA kt. 500487-1279 þann 28.júlí 2024 vegna leiks ÍA-Stjörnunnar.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar gerir ekki athugasemdir við útgáfu leyfisins til umsækjanda með þeim fyrirvara að jákvæðar umsagnir berist frá slökkviliðsstjóra, Heilbrigðiseftirliti og öðrum viðbragðsaðilum.

Samþykkt 3:0

5.Lækjarflói 13 - skil á lóð

2407131

Skil á lóðinni Lækjarflóa 13.
Bæjarráð samþykkir beiðnina og skil á byggingarlóðinni Lækjarflói 13.

Samþykkt 3:0

Lóðin fer á lista yfir lausar lóðir hjá Akraneskaupstað þar sem áhugasamir geta sótt um í samræmi við úthlutunarreglur lóða í Flóahverfi.

6.Breyting á deiliskipulagi Akratorgsreit - Laugabraut 20

2403126

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin verði samþykkt ásamt greinagerð skipulagsfulltrúa við athugasemdum sem bárust vegna breytinganna. Senda skipulagsstofnun og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.

Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs situr fundinn undir þessum dagskrárlið sem og undir dagskrárliðum nr. 7 til og með 11.
Breytingin nær eingöngu til lóðarinnar Laugabraut 20 og felst í að bætt er við 288 fermetra byggingarreit fyrir um 280 fermetrar færanlegar kennslustofur á suðurhluta lóðarinnar sem snýr að Akurgerði. Byggingarreitur er 12 m á breidd og 24,3 m á lengd og nær að lóðarmörkum á suðurhlið við Akurgerði líkt og önnur hús við götuna. Húsið verður úr færanlegum einingum með valmaþakformi með gluggum á öllum hliðum og gert ráð fyrir hurðum til vesturs og austurs. Mænishæð skal vera undir 4 m. Lóðin verður áfram leiksvæði, gróin að hluta. Nýtingarhlutfal lóðar skal vera undir 0,5. Að öðru leyti gilda fyrri skilmálar skipulags.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir breytingu á deiliskipulagi Akratorgsreits vegna Laugabrautar 20 og að hún verði send Skipulagsstofnun og auglýst i B-deild Stjórnartíðinda.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð í umboði bæjarstjónar samþykkir fyrirliggjandi greinargerð skipulagsfulltrúa sem svar bæjarstjórnar við framkomnum athugasemdum vegna deiliskipulagsbreytingarinnar.

Samþykkt 3:0

7.Lagning ljósleiðara - tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli

2407079

Tilboð til sveitarfélaga um styrk til að ljúka lagningu ljósleiðara til allra lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli.
Bæjarráð vísar málinu til úrvinnslu á skipulags- og umhverfissviði og málið komi að nýju fyrir bæjarráð að því loknu.

Gert er ráð fyrir að málið verði til umfjöllunar á fundi bæjarráðs þann 15. ágúst nk. en ráðuneytið óskar svars eigi síðar en 16. ágúst nk.

Samþykkt 3:0

8.Einigrund 6 (204) - sala á félagslegu húsnæði

2407145

Borist hafa tvö kauptilboð í íbúð 0204 á Einigrund 6.

Bæjarráð í umboði bæjarstjóri felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að svara tilboðunum með gagntilboði og vinna málið áfram.

Samþykkt 3:0

9.Vallarbraut 3, 0201 - sala á félagslegu húsnæði (fastanr. F210-0737)

2402186

Tvö kauptilboð eru komin í eignina.

Gildistími tilboðanna er til kl. 14:00 og kl. 17:00 þann 26. júlí nk.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar samþykkir fyrirliggjandi hærra boð í eignina og felur bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins sbr. ítarbókun um málið.

Samþykkt 3:0

10.Lóðir til úthlutunar 2024

2406278

Farið yfir lista yfir þær lóðir sem eru lausar til úthlutunar 2024.



Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarráð að auglýsa umræddar lóðir til úthlutunar. Ráðið leggur áherslu á góða markaðsetningu á lóðum.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðum í Skógarhverfi áfanga 3A, 3C og 5 og á Suðurgötu. Bæjarráð telur ekki þörf á að halda opinn kynningarfund vegna úthlutunar ofangreindra lóða heldur fari úthlutun fram með útdrætti sbr. grein 2.3 í reglum um úthlutun lóða frá 24. nóvember 2020. Gert er ráð fyrir að umsóknarfrestur verði frá 31. júlí 2024 til og með 31 ágúst 2024. Sérstakur úthlutunarfundur í bæjarráði er áætlaður í september 2024 en nákvæm tímasetning fundarins verður kynnt með góðum fyrirvara.

Bæjarráð leggur áherslu á að málið verði vel kynnt á heimasíðu Akraneskaupstaðar og öðrum miðlum.
Um er að ræða 21 einbýlishúsalóðir, 10 raðhúsalóðir og 9 fjölbýlishúsalóðir. Samtals 40 lóðir og um 190 íbúðir.

Eftirtaldar lóðir eru tilbúnar til afhendingar nú þegar:

Tjarnarskógar: 6 einbýlishúsalóðir, 2 raðhúsalóðir og 1 fjölbýlishúsalóð.
Skógarlundur: 1 einbýlishúsalóð.
Suðurgata: 5 lóðir fyrir tvíbýlishús og 1 lóð fyrir fjórbýlishús.

Afhendingartími annarra lóða er sem hér segir:

Áætlaður afhendingartími lóða 1. desember 2024:
Akralundur 59: Fjölbýlishúsalóð.
Skógarlundur: 14 einbýlishúsalóðir, 8 raðhúsalóðir og 1 fjölbýlishúsalóð

Gjöld á brúttófermetra íbúðarhúsnæðis skulu vera sem hér segir:

Til viðbótar gatnagerðargjaldi skal, sbr. 6 gr. í gjaldskrá um gatnagerðargjald hjá Akraneskaupstað, greiða byggingarréttargjald kr. 26.000 á brúttófermetra íbúðarhúsnæðis, utan bílakjallara. Gjald þetta tekur til einbýlishúsa, par- og raðhúsa og fjölbýlishúsa. Greiðslufyrirkomulag er samkvæmt almennum reglum gjaldskrár um gatnagerðargjald nr, 1543/2022 og gjaldskrá fyrir skipulags og byggingarmál og tengd þjónustugjöld nr. 361/2023, samkvæmt síðari breytingum.

Samþykkt 3:0

11.Kalmansvellir 7 - lóðaleigusamningur

2402043

Beiðni um útgáfu lóðarleigusamnings til Bjarmar ehf.
Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar telur rétt, sbr. fyrirliggjandi minnisblað Ívars Pálssonar hæstaréttarlögmanns, að gerður verður lóðarleigusamningur samkvæmt því formi og efni sem gildir í dag og var tekið upp með samþykkt bæjarstjórnar þann 11. desember 2018.

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar vill árétta þá reglu sem gilt hefur a.m.k. allt frá árinu 2004, sbr. gjaldskrá nr. 812/2003, um að skilyrði þess að lóðarleigusamningur verði gerður við lóðarhafa er að hann hafi lokið frágangi sökkla. Slíku var m.a. ekki til að dreifa í málinu fyrir nefnt tímamark.

Samþykkt 3:0

Bæjarráð í umboði bæjarstjórnar synjar erindi lóðarhafa og felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs frekari úrvinnslu málsins.

Samþykkt 3:0

Sigurður Páll Harðarson víkur af fundi.

Fundi slitið - kl. 11:30.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00