Á Barnamenningarhátíð 2024 lifnuðu við hin ýmsu Sæskrímsli í völdum fjörum bæjarins. Það voru elstu deildir leikskólanna, 3. – 7. bekkur grunnskólanna beggja og nemendur á unglingastigi sem unnu verkin í samvinnu við kennara, Þorpið og listafólk í bæjarfélaginu.