Flokkum úrgang frá heimilum
Dreifing á nýjum tunnum, pappírspokum og endurmerking á tunnum hefst 11. nóvember og stendur yfir næstu 3 vikur.
Þegar heimili fá pappírspoka, körfur og bækling afhent þá verður búið að breyta tunnum og merkingum þeirra og íbúar geta hafið flokkun heimilisúrgangs í 4 flokka. Í fjölbýlishúsum verður pappírspokum komið fyrir við sameiginlegan inngang eða í tunnugeymslu
Í byrjun desember hefst hirða eftir nýju skipulagi. Þá verða tunnur merktar matarleifar og/eða blandaður úrgangur hreinsaðar á 2 vikna fresti og tunnur merktar plast eða pappa verða hreinsaðar á 3 vikna fresti.
Auk þessara 4 úrgangsflokka, eiga íbúar að flokka gler, málma, textíl og skilagjaldsskyldar umbúðir en hægt er að losa þessa úrgangsflokka á grenndarstöð í bæjarfélaginu og í Fjöliðjunni, Smiðjuvöllum 9. Upplýsingar má sjá hér (tengill:https://www.akranes.is/thjonusta/umhverfi/sorphirda-og-endurvinnsla)
Upplýsingar um flokkun, pappírspoka undir lífrænt og fleira verður dreift til heimila við breytinguna , en sjá má almennar upplýsingar um slíkt á upplýsingasíðu Sorpu (tengill: https://www.sorpa.is/frodleikur/eitt-flokkunarkerfi-og-sofnum-a-matarleifum/#fjorir-flokkar)
Hér til hliðar er tengill á bæklinginn um flokkun sem fylgir með á öll heimilin.
Samskipti:
Öll samskipti (fyrirspurnir, staðfesting, breyting) verða í gegnum netfangið tunnur@akranes.is eða með bréfi til Þjónustuvers Akraneskaupstaðar, Dalbraut 4, 300 Akranesi.
Gjaldskrá breytt
Ný gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs frá heimilum tók gildi 1. janúar 2025, þar sem gjöld fyrir sorptunnur eru mismunandi eftir úrgangsflokkum og stærð sorpíláta. Hæsta gjaldið verður fyrir losun á blönduðum úrgangi og svo lífrænum úrgangi, en vegna greiðsla frá Úrvinnslusjóði verður lægra gjald fyrir bæði pappír/pappa úrgang og fyrir plast úrgang. Þetta fyrirkomulag á að hvetja til flokkunar á úrgangi frá heimilum.
Heildargjald verður reiknað á hverja lóð (staðfang) eftir sorpílátum á lóðinni. Gjaldinu verður síðan skipt milli íbúða eftir stærð þeirra og gjaldið innheimt með fasteignagjöldum eins og í dag. Samþykkt gjaldskrá er hér
Tunnur við heimili fyrir 4 flokka:
Öllum íbúðarhúsum á Akranesi er skipt í 4 hópa, varðandi útreikning á sorpmagni, stærð og fjölda tunna fyrir hvern hóp:
- Sérbýli (einbýli og íbúðir í parhúsi og raðhúsi)
- Tvíbýli (2 íbúðir í húsi)
- Þríbýli (3 íbúðir í húsi)
- Fjölbýli (fleiri en 3 íbúðir)
Í útreikningi á fjölda tunna fyrir þessa hópa er miðað við að magn úrgangs á viku frá hverri íbúð sé þessi: Lífrænn 15 ltr, blandaður 60 ltr, pappa 50 ltr og plast 40 ltr.
Við útreikning er miðað við þessar stærðir á tunnum:
Fjölbýlishús, fleiri en 3 íbúðir
Hér eru nýjar upplýsingar um stærðir og fjölda tunna sem verður komið fyrir við fjölbýlishús á tímabilinu á tímabilinu 11. – 30. nóvember, sjá hér
Nánari upplýsingar má sjá í hlekkjum hér að neðan
Sorphirða hjá heimilum með 1-3 íbúðir - 4 flokkar
Sorphirða hjá fjölbýlishúsum með fleiri en 3 íbúðum - 4 flokkar