Fara í efni  

Styrkur til viðhalds fasteigna

Á árinu 2024 er ekki gert ráð fyrir styrkveitingu í þetta verkefni

Bæjarstjórn Akraness samþykkti árið 2015 að stofna sjóð til styrktar einstaklingum og fyrirtækjum til viðhalds á fasteignum á Akranesi. Hlutverk sjóðsins er að veita styrk til endurgerða eða viðgerða á ytra byrði húsnæðis eða öðrum mannvirkjum til að bæta ásýnd ákveðinna svæða í umdæmi Akraneskaupstaðar. 

Úthlutun viðhaldsstyrkja árið 2017

Opnað hefur verið fyrir umsóknir árið 2017 í viðhaldssjóð fasteigna á Akranesi. Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl 2017. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hér. 

Úthlutun viðhaldsstyrkja árið 2015

Fasteignaeigendur við Skólabraut og Kirkjubraut að Merkigerði gátu sótt um styrk árið 2015. Opnað var fyrir umsóknir í lok mars 2015 og stóð umsóknarfrestur til 23. apríl sama ár. Hér má skoða upplýsingar um úthlutun viðhaldsstyrkja árið 2015.

Hugmyndarvinna Kanon arkitekta

Við stofnun sjóðsins árið 2015 komu Kanon arkitektar með hugmyndir um hugsanlegt útlit húsa sem tilheyrðu því svæði sem hægt var að sækja um. Hér fyrir neðan má skoða afrakstur þeirrar vinnu.

 Bætt ásýnd við Akratorg/eftir myndBætt ásýnd við Akratorg/fyrir mynd

Bætt ásýnd miðbæjarins, fyrir mynd Bætt ásýnd miðbæjarins, seinni mynd  

Bætt ásýnd miðbæjarins, fyrri mynd Bætt ásýnd miðbæjarins, seinni mynd

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00