Fara í efni  

Fréttir

Dagur íslenskrar náttúru á Akranesi

Í tilefni af Degi íslenskrar náttúru þann 16. september næstkomandi ætla Akraneskaupstaður og Landmælingar Íslands að taka höndum saman og bjóða til fræðslu- og örnefnagöngu.
Lesa meira

Átak til atvinnusköpunar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki úr verkefninu Átaki til atvinnusköpunar. Veittir eru styrkir til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtækja.
Lesa meira

Bókasafnsdagurinn á Akranesi

Bókasafnsdagurinn verður haldinn hátíðlegur á Bókasafni Akraness á morgun þann 8. september. Markmið dagsins er að beina augum að mikilvægi bókasafnsins í samfélaginu og er yfirskrift dagsins „Lestur er bestur – fyrir alla“.
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundur 8. september

218. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 8. september kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0.
Lesa meira

Menningarverðlaun Akraneskaupstaðar 2015

Hin árlegu menningarverðlaun Akraneskaupstaðar verða afhent á menningarhátíðinni Vökudögum sem haldin verður 29. október til 8. nóvember. Búið er að opna fyrir tilnefningar og er hægt að tilnefna til og með 18. október nk. Akraneskaupstaður hvetur bæjarbúa til að nýta sér þetta tækifæri til að hafa áhrif á...
Lesa meira

Akranesviti í vetur

Sumaropnun Akranesvita lauk þann 31. ágúst sl. en vitinn hefur verið opinn í sumar frá kl. 10-16 alla daga. Hilmar Sigvaldason, sem er þekktur á Akranesi sem vitavörðurinn, mun í vetur taka á móti hópum og öðrum gestum eftir samkomulagi. Hægt er að hafa samband við Hilmar í síma 894-3010...
Lesa meira

Myndlistarsýning á Bókasafni Akraness

Þann 28. ágúst sl. opnaði Þorvaldur Arnar Guðmundsson myndlistarsýningu á Bókasafni Akraness. Þorvaldur Arnar hefur teiknað og málað frá barnsaldri og verið undir áhrifum frá japanskri teiknimyndahefð en þróað með sér mjög persónulegan stíl. Myndefni hefur hann m.a. sótt í goðafræði sem hann hefur hrifist ...
Lesa meira

Starfsleyfistillaga fyrir Norðurál Grundartanga ehf.

Í dag, þann 31. ágúst kl. 17:00 verður haldinn opinn kynningarfundur í Fannahlíð, Hvalfjarðarsveit, þar sem fulltrúar frá Umhverfisstofnun kynna tillögu að starfsleyfi fyrir Norðurál á Grundatanga. Opnað verður fyrir fyrirspurnir og umræður um þau atriði sem fundargestir vilja ræða varðandi starfsemina og áhrif...
Lesa meira

Umhverfisviðurkenning 2015

Umhverfisviðurkenningar voru veittar í blíðskaparveðri á Akratorgi í gær. Einar Brandsson formaður skipulags- og umhverfisráðs bauð gesti velkomna til athafnarinnar og kynnti niðurstöður valnefndar og Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri afhenti viðurkenningarhöfum skilti til að setja utandyra og eplatré í garðinn.
Lesa meira

Laust starf þroskaþjálfa í búsetuþjónustu

Búsetuþjónusta Akraneskaupstaðar óskar eftir að ráða þroskaþjálfa í vaktavinnu í 75-80% stöðu. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Lesa meira
   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00