Fara í efni  

Barnamenningarhátíð Akraneskaupstaðar 2024

Barnamenningarhátíð Akraneskaupstaðar verður haldin hátíðleg dagana 23. - 31. maí 2024. Þema hátíðarinnar er SKRÍMSLI.
Barnamenningarhátíð Akraneskaupstaðar verður haldin hátíðleg dagana 23. - 31. maí 2024. Þema hátíðarinnar er SKRÍMSLI.
 
Við hlökkum til að segja ykkur nánar frá hátíðinni og þeirri skemmtilegu vinnu sem þegar er hafin! Hvetjum ykkur til að taka dagana frá og melda ykkur á fb viðburðinum: https://fb.me/e/1tnDYgqwZ til að fylgjast með. 💙
 
Yfir hátíðina verða í boði forvitnilegar smiðjur, skemmtun og samverustundir fyrir börn á öllum aldri og fjölskyldur þeirra.
 
Lokahóf Barnamenningarhátíðarinnar verður þann 4. júní þegar við fáum glæsilega heimsókn frá risavöxnu íslensku götuleikhúsi á smábátahöfninni við Faxabraut kl 17:15! Þess má geta að 10 ungmenni úr bæjarfélaginu taka þátt í sýningunni: Sjá nánar hér: (https://www.listahatid.is/vidburdir/saeskrimslin)
 
Hátíðin er styrkt af Barnamenningarsjóði og SSV.
 
*For translation - Set your preferred language (upper right corner of the page) and read the schedule on a text format below this picture.

Barnamenningarhátíð Akraneskaupstaðar 23. maí – 31. maí 2024.

Í Gangi Alla hátíðina 23.maí - 31.maí:

Sjónarafl - Rýndu í verkin

Bóka- og héraðsskjalasafn Akraness draga fram nokkur af listaverkum Akraneskaupstaðar og bjóða ungmennum að rýna í verkin og svara skemmtilegum spurningum um þau.

Hvar: Dalbraut 1

Hvenær: Á opnungartíma safnsins.

Skessuhellir á bókasafninu!

Skrímslaganga

Við hvetjum öll börn til þess að setja skrímsli (Bangsa, föndur eða hvað eina) í gluggana hjá sér og hjálpa okkur að skreyta þannig bæinn með allskonar fjölbreyttum skrímslum. Göngutúrarnir verða extra skemmtilegir yfir barnamenningarhátíð! Hvað muntu rekast á mörg skrímsli?

Fimmtudagur 23.maí

Setning barnamenningarhátíðar

Allar mennta- og menningarstofnanir kaupstaðarins fá afhenta bókagjöf frá barnamenningarhátíð Akraneskaupstaðar.

FAB LAB smiðja

FAB LAB smiðja Vesturlands býður upp á opna smiðju þar sem ungmenni og fjölskyldur þeirra geta litið við og spreytt sig í frábærri aðstöðu þeirra á Breiðinni. 3D prent, þrykk og laser skurður!

Hvar: Breið Þróunarfélag / Bárugata 8.

Hvenær: 15:00-19:00

 

Föstudagur 24.maí

Litla skrímsli stóra skrímsli!

Rithöfundurinn Áslaug Jónsdóttir heimsækir 1-2 bekk Grundaskóla í Grundaseli og les fyrir þau upp úr sívinsælu bókunum sínum ásamt því fá börnin að spreyta sig í skrímsla úrklippum.

Þau sem ekki eru skráð í frístund geta verið með gegn skráningu á www.skagalif.is

Fljúgandi drekar í miðbænum!

Flugdrekasmiðja í boði lista- og menningarhússins Höfuðstöðvarinnar. Ungmenni og fjölskyldur þeirra hanna sína eigin flugdreka, setja þá saman og fljúga þeim síðan á grasbalanum við mánabraut og Suðurgötu. Það þarf svo auðvitað að viðra drekana sína reglulega og flott að nota helgina í það!

Hvar: Gamla landsbankahúsið, Suðurgötu 57

Hvenær: 15:00-18:00

 

Laugardagur 25.maí

Sagan af Gípu – Brúðuleikhús

Leikhópurinn Umskiptingar sýna verkið töfrabókina - Sagan af GÍPU, afar fallegt og náið brúðuleikhús fyrir börn. Afar fallegar brúður og leikmynd.

Hvar: Leikskólinn garðasel,

Hvenær: 10:00- 10:45 / 12:00 – 12:45 (Fyllið út þetta form og tryggið ykkur miða.)

Fjölskyldu Skrímslasmiðja

Föndraðu þitt eigið skrímsli og leyfðu ímyndunaraflinu að leika lausum hala. Skemmtileg fjölskyldustund og öll velkomin.

Hvar: Þorpið, Þjóðbraut 13

Hvenær: 13:00-16:00

Skrímslafjör í Frystihúsinu!

Ísbúðin frystihúsið verður með skrímslaís á seðli hjá sér yfir barnamenningarhátíðina! Laugardaginn 25. maí ætla þau að gefa öllum þeim börnum sem mæta í einhverju skrímslatengdu sérstakan glaðning!

Hvar: Ísbúðin frystihúsið við akratorg

Hvenær: 13:00 – 15:00

 

Krakkajóga Jógaveru

JógaVera býður börnum á aldrinum 2-5 ára + 1 fullorðin í huggulegan möntrusöng og jógaupplifun. Takmarkað pláss.

Hvar: Brimir BJJ, Smiðjuvellir 17

Hvenær: 14:00 – 15:00 (Skráning hjá Jógavera á fb).

 

Sunnudagur 26.maí

Litaskrímsli á Langasandi!

Sandsmiðja á Langasandi með listakonunni og kennaranum Angelu Árnadóttur Snæland.

Áskorun smiðjunnar felst í því að skapa skrúðug litrík sandskrímsli á Langasandi.

Hvar: Langisandur

Hvenær: 13:00-15:00

Fjársjóðsleit Hopplands

Hoppland býður glöggum krökkum að kíkja við og fara í fjársjóðsleit á svæðinu!

Hvar: Hoppland, bárugata 5

Hvenær: 12:00-14:00

RISA Zumba á Jaðarsbökkum

Helena Rúnarsdóttir ætlar að leiða okkur saman í stærsta fjölskyldu Zumba Íslands! Sláum við einhver met í fjölda fólks?

Hvar: Bragginn jaðarsbökkum

Hvenær: 15:00-15:40

HIP HOP Dans Brynju Péturs!

Einstakt tækifæri fyrir ungmenni Akraneskaupstaðar til þess að kynnast HipHop dansmenningu - Dans Brynju Pétursdóttur kenna þeim flottustu sporin!

Öll velkomin og frítt inn!

Hvar: Þorpið, Þjóðbraut 13

Hvenær: 16:30-17:15 (5-8 ára), 17:30-18:30 (9-12 ára), 19:00-20:00 (13 ára +)

Mánudagur 27.maí

Hljóðfærakynningar TOSKA

Komdu í heimsókn í Tónlistarskólann okkar og kynntu þér hvaða nám er í boði í skólanum, sjáðu og prófaðu hin ýmsu hljóðfæri!

Hvar: Tónlistarskólinn á Akranesi.

Hvenær: 16:00-18:00

Græjaðu þína skrímslagrímu!

Bókasafn Akraness býður upp á skrímslagrímugerð á safninu, föndraðar verða grímur úr pappapokum og allskonar litríkum pappír.

Hvar: Bóksafn Akraness, dalbraut 1

Hvenær: 15:00-18:00

Þriðjudagur 28.maí

Litla skrímsli stóra skrímsli!

Rithöfundurinn Áslaug Jónsdóttir heimsækir 1-2 bekk Brekkubæjarskóla í Brekkuseli og les fyrir þau upp úr sívinsælu bókunum sínum ásamt því fá börnin að spreyta sig í skrímsla úrklippum.

Þau sem ekki eru skráð í frístund geta verið með gegn skráningu á www.skagalif.is

Minecraft – Skrímslaverkstæði

SKEMA bjóða upp á tvö bráðskemmtileg minecraft námskeið fyrir ákveðin aldurshóp. Annarsvegar verður byggð skrímslaverksmiðja og hinsvegar skrímslasafn.

14:00-16:00 7-10 ára / 16:15-19:15 10-14 ára

Skráning á Sportabler / Hlekkur á skagalif.is

Skrímslasöngur í Pennanum

Börn elstu deildar leikskólans Vallarsel syngja tvö skrímsla lög fyrir viðstadda. Barnabækur verða á sérstöku barnamenningarhátíðar tilboði yfir hátíðina.

Hvar: Penninn Eymundsson dalbraut 1

Hvenær: 14:30

 

Miðvikudagur 29.maí

FAB LAB smiðja

FAB LAB smiðja Vesturlands býður upp á opna smiðju þar sem ungmenni og fjölskyldur þeirra geta litið við og spreytt sig í frábærri aðstöðu þeirra á Breiðinni. 3D prent, þrykk og laser skurður!

Hvar: Breið Þróunarfélag / Bárugata 8.

Hvenær: 15:00-19:00

Kvikmyndasmiðja í Höfðavík

Unglingastig hefur tækifæri til þess að skrá sig í frábæra tveggja daga kvikmyndasmiðju þar sem búin verður til sæskrímsla stuttmynd í Höfðavík!

Hvar: Mæting í Þorpið.

Hvenær: 17:00-20:00 (29 og 30 maí)

Söngleikjanámskeið!

Hanna Ágústa, kennari við Tónlistarskólann býður 8,9 og 10 bekk að skrá sig á tveggja daga söngleikjanámskeið!

Hvar: Tónlistarskólinn á Akranesi

Hvenær: 16:00-19:00 (29 og 30 maí)

Fimmtudagur 30.maí

Hvað er á seiði í Skarfavör! Fyrri dagur

Öllum ungmennum í 3 - 7 bekk er boðið að taka þátt í stórskemmtilegri listasmiðju í Skarfavörinni með listakonunum Tinnu Royal og Söru Blöndal. Fjölskyldur barnanna eru hvött til að mæta líka og hjálpa!

Hvar: Skarfavör við Akranesvita

Hvenær: 14:00-18:00

Söngleikjanámskeið!

Hanna Ágústa, kennari við Tónlistarskólann býður 8,9 og 10 bekk að skrá sig á tveggja daga söngleikjanámskeið!

Hvar: Tónlistarskólinn á Akranesi

Hvenær: 16:00-19:00 (29 og 30 maí)

 

Kvikmyndasmiðja í Höfðavík

Unglingastig hefur tækifæri til þess að skrá sig í frábæra tveggja daga kvikmyndasmiðju þar sem búin verður til sæskrímsla stuttmynd í Höfðavík!

Hvar: Mæting í Þorpið.

Hvenær: 17:00-20:00 (29 og 30 maí)

 

Föstudagur 31.maí

Hvað er á seiði í Skarfavör! Seinni dagur

Öllum ungmennum í 3 - 7 bekk er boðið að taka þátt í stórskemmtilegri listasmiðju í Skarfavörinni með listakonunum Tinnu Royal og Söru Blöndal. Fjölskyldur barnanna eru hvött til að mæta líka og hjálpa!

Hvar: Skarfavör við Akranesvita

Hvenær: 14:00-18:00

Fjörurnar okkar

Á Barnamenningarhátíð er sérstök áhersla er lögð á fallegu náttúruperluna sem faðmar bæjarfélagið - Fjörurnar okkar.

Grunn- og leikskólabörn kaupstaðarins fengu heim með sér bækling um þær og við hvetjum ykkur til að kíkja í fjöruferðir yfir hátíðina og í allt sumar!

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00