Barnamenningarhátíð Akraneskaupstaðar 2024
Í Gangi Alla hátíðina 23.maí - 31.maí:
Sjónarafl - Rýndu í verkin
Bóka- og héraðsskjalasafn Akraness draga fram nokkur af listaverkum Akraneskaupstaðar og bjóða ungmennum að rýna í verkin og svara skemmtilegum spurningum um þau.
Hvar: Dalbraut 1
Hvenær: Á opnungartíma safnsins.
Skessuhellir á bókasafninu!
Skrímslaganga
Við hvetjum öll börn til þess að setja skrímsli (Bangsa, föndur eða hvað eina) í gluggana hjá sér og hjálpa okkur að skreyta þannig bæinn með allskonar fjölbreyttum skrímslum. Göngutúrarnir verða extra skemmtilegir yfir barnamenningarhátíð! Hvað muntu rekast á mörg skrímsli?
Fimmtudagur 23.maí
Setning barnamenningarhátíðar
Allar mennta- og menningarstofnanir kaupstaðarins fá afhenta bókagjöf frá barnamenningarhátíð Akraneskaupstaðar.
FAB LAB smiðja
FAB LAB smiðja Vesturlands býður upp á opna smiðju þar sem ungmenni og fjölskyldur þeirra geta litið við og spreytt sig í frábærri aðstöðu þeirra á Breiðinni. 3D prent, þrykk og laser skurður!
Hvar: Breið Þróunarfélag / Bárugata 8.
Hvenær: 15:00-19:00
Föstudagur 24.maí
Litla skrímsli stóra skrímsli!
Rithöfundurinn Áslaug Jónsdóttir heimsækir 1-2 bekk Grundaskóla í Grundaseli og les fyrir þau upp úr sívinsælu bókunum sínum ásamt því fá börnin að spreyta sig í skrímsla úrklippum.
Þau sem ekki eru skráð í frístund geta verið með gegn skráningu á www.skagalif.is
Fljúgandi drekar í miðbænum!
Flugdrekasmiðja í boði lista- og menningarhússins Höfuðstöðvarinnar. Ungmenni og fjölskyldur þeirra hanna sína eigin flugdreka, setja þá saman og fljúga þeim síðan á grasbalanum við mánabraut og Suðurgötu. Það þarf svo auðvitað að viðra drekana sína reglulega og flott að nota helgina í það!
Hvar: Gamla landsbankahúsið, Suðurgötu 57
Hvenær: 15:00-18:00
Laugardagur 25.maí
Sagan af Gípu – Brúðuleikhús
Leikhópurinn Umskiptingar sýna verkið töfrabókina - Sagan af GÍPU, afar fallegt og náið brúðuleikhús fyrir börn. Afar fallegar brúður og leikmynd.
Hvar: Leikskólinn garðasel,
Hvenær: 10:00- 10:45 / 12:00 – 12:45 (Fyllið út þetta form og tryggið ykkur miða.)
Fjölskyldu Skrímslasmiðja
Föndraðu þitt eigið skrímsli og leyfðu ímyndunaraflinu að leika lausum hala. Skemmtileg fjölskyldustund og öll velkomin.
Hvar: Þorpið, Þjóðbraut 13
Hvenær: 13:00-16:00
Skrímslafjör í Frystihúsinu!
Ísbúðin frystihúsið verður með skrímslaís á seðli hjá sér yfir barnamenningarhátíðina! Laugardaginn 25. maí ætla þau að gefa öllum þeim börnum sem mæta í einhverju skrímslatengdu sérstakan glaðning!
Hvar: Ísbúðin frystihúsið við akratorg
Hvenær: 13:00 – 15:00
Krakkajóga Jógaveru
JógaVera býður börnum á aldrinum 2-5 ára + 1 fullorðin í huggulegan möntrusöng og jógaupplifun. Takmarkað pláss.
Hvar: Brimir BJJ, Smiðjuvellir 17
Hvenær: 14:00 – 15:00 (Skráning hjá Jógavera á fb).
Sunnudagur 26.maí
Litaskrímsli á Langasandi!
Sandsmiðja á Langasandi með listakonunni og kennaranum Angelu Árnadóttur Snæland.
Áskorun smiðjunnar felst í því að skapa skrúðug litrík sandskrímsli á Langasandi.
Hvar: Langisandur
Hvenær: 13:00-15:00
Fjársjóðsleit Hopplands
Hoppland býður glöggum krökkum að kíkja við og fara í fjársjóðsleit á svæðinu!
Hvar: Hoppland, bárugata 5
Hvenær: 12:00-14:00
RISA Zumba á Jaðarsbökkum
Helena Rúnarsdóttir ætlar að leiða okkur saman í stærsta fjölskyldu Zumba Íslands! Sláum við einhver met í fjölda fólks?
Hvar: Bragginn jaðarsbökkum
Hvenær: 15:00-15:40
HIP HOP Dans Brynju Péturs!
Einstakt tækifæri fyrir ungmenni Akraneskaupstaðar til þess að kynnast HipHop dansmenningu - Dans Brynju Pétursdóttur kenna þeim flottustu sporin!
Öll velkomin og frítt inn!
Hvar: Þorpið, Þjóðbraut 13
Hvenær: 16:30-17:15 (5-8 ára), 17:30-18:30 (9-12 ára), 19:00-20:00 (13 ára +)
Mánudagur 27.maí
Hljóðfærakynningar TOSKA
Komdu í heimsókn í Tónlistarskólann okkar og kynntu þér hvaða nám er í boði í skólanum, sjáðu og prófaðu hin ýmsu hljóðfæri!
Hvar: Tónlistarskólinn á Akranesi.
Hvenær: 16:00-18:00
Græjaðu þína skrímslagrímu!
Bókasafn Akraness býður upp á skrímslagrímugerð á safninu, föndraðar verða grímur úr pappapokum og allskonar litríkum pappír.
Hvar: Bóksafn Akraness, dalbraut 1
Hvenær: 15:00-18:00
Þriðjudagur 28.maí
Litla skrímsli stóra skrímsli!
Rithöfundurinn Áslaug Jónsdóttir heimsækir 1-2 bekk Brekkubæjarskóla í Brekkuseli og les fyrir þau upp úr sívinsælu bókunum sínum ásamt því fá börnin að spreyta sig í skrímsla úrklippum.
Þau sem ekki eru skráð í frístund geta verið með gegn skráningu á www.skagalif.is
Minecraft – Skrímslaverkstæði
SKEMA bjóða upp á tvö bráðskemmtileg minecraft námskeið fyrir ákveðin aldurshóp. Annarsvegar verður byggð skrímslaverksmiðja og hinsvegar skrímslasafn.
14:00-16:00 7-10 ára / 16:15-19:15 10-14 ára
Skráning á Sportabler / Hlekkur á skagalif.is
Skrímslasöngur í Pennanum
Börn elstu deildar leikskólans Vallarsel syngja tvö skrímsla lög fyrir viðstadda. Barnabækur verða á sérstöku barnamenningarhátíðar tilboði yfir hátíðina.
Hvar: Penninn Eymundsson dalbraut 1
Hvenær: 14:30
Miðvikudagur 29.maí
FAB LAB smiðja
FAB LAB smiðja Vesturlands býður upp á opna smiðju þar sem ungmenni og fjölskyldur þeirra geta litið við og spreytt sig í frábærri aðstöðu þeirra á Breiðinni. 3D prent, þrykk og laser skurður!
Hvar: Breið Þróunarfélag / Bárugata 8.
Hvenær: 15:00-19:00
Kvikmyndasmiðja í Höfðavík
Unglingastig hefur tækifæri til þess að skrá sig í frábæra tveggja daga kvikmyndasmiðju þar sem búin verður til sæskrímsla stuttmynd í Höfðavík!
Hvar: Mæting í Þorpið.
Hvenær: 17:00-20:00 (29 og 30 maí)
Söngleikjanámskeið!
Hanna Ágústa, kennari við Tónlistarskólann býður 8,9 og 10 bekk að skrá sig á tveggja daga söngleikjanámskeið!
Hvar: Tónlistarskólinn á Akranesi
Hvenær: 16:00-19:00 (29 og 30 maí)
Fimmtudagur 30.maí
Hvað er á seiði í Skarfavör! Fyrri dagur
Öllum ungmennum í 3 - 7 bekk er boðið að taka þátt í stórskemmtilegri listasmiðju í Skarfavörinni með listakonunum Tinnu Royal og Söru Blöndal. Fjölskyldur barnanna eru hvött til að mæta líka og hjálpa!
Hvar: Skarfavör við Akranesvita
Hvenær: 14:00-18:00
Söngleikjanámskeið!
Hanna Ágústa, kennari við Tónlistarskólann býður 8,9 og 10 bekk að skrá sig á tveggja daga söngleikjanámskeið!
Hvar: Tónlistarskólinn á Akranesi
Hvenær: 16:00-19:00 (29 og 30 maí)
Kvikmyndasmiðja í Höfðavík
Unglingastig hefur tækifæri til þess að skrá sig í frábæra tveggja daga kvikmyndasmiðju þar sem búin verður til sæskrímsla stuttmynd í Höfðavík!
Hvar: Mæting í Þorpið.
Hvenær: 17:00-20:00 (29 og 30 maí)
Föstudagur 31.maí
Hvað er á seiði í Skarfavör! Seinni dagur
Öllum ungmennum í 3 - 7 bekk er boðið að taka þátt í stórskemmtilegri listasmiðju í Skarfavörinni með listakonunum Tinnu Royal og Söru Blöndal. Fjölskyldur barnanna eru hvött til að mæta líka og hjálpa!
Hvar: Skarfavör við Akranesvita
Hvenær: 14:00-18:00
Fjörurnar okkar
Á Barnamenningarhátíð er sérstök áhersla er lögð á fallegu náttúruperluna sem faðmar bæjarfélagið - Fjörurnar okkar.
Grunn- og leikskólabörn kaupstaðarins fengu heim með sér bækling um þær og við hvetjum ykkur til að kíkja í fjöruferðir yfir hátíðina og í allt sumar!