Fara í efni  

Blöðrudýranámskeið hjá Blaðraranum!

Krakkar elska að fá blöðrudýr og núna geta þau lært að gera blöðrudýr sjálf!


Á Vökudögum verður Blaðrarinn með vinnustofu í blöðrudýragerð - Klukkutími af blöðrufjöri þar sem Blaðrarinn mætir með 10 uppblásnar blöðrur fyrir hvert barn og við förum yfir hverning á að gera nokkur blöðrudýr á skemmtilegan og einfaldan hátt. Námskeiðið endar svo á blöðruhattabrjálæði þar sem þau gera eins rosalega hatta og þau geta eða láta ímyndunaraflið ráða hvað þau gera á meðan þau fá hjálp frá reyndum blöðrulistamönnum, frábær skemmtun og hvert barn má taka blöðrurnar heim með sér sem endast í daga eða jafnvel vikur.

Námskeiðið er frítt og verður haldið í Þorpinu, Þjóðbraut 13 - klukkan 13:00-14:00, sunnudaginn 27.október.Námskeiðið hentar krökkum 7-12 ára. Ef 6 ára eru mjög spennt þá mega þau mæta í fylgd með fullorðnum.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-12:00