Fara í efni  

Málverkasýning - Ingu Rósu

Inga Rósa Loftsdóttir verður með málverkasýningu á biðstofu Frumherja, Smiðjuvöllum 17. Þetta eru alkóhólbleks (+ Isapropanol) myndir blásnar á striga.

,,Ég geng útfrá því að ná mynd sem er leikandi létt, helst sem einfaldasta en með sterku en lifandi jafnvægi. Einstaka sinnum næ ég því en oftast tekur liturinn og efnið völdin og eitthvað annað kemur í staðinn. Litagleði og birta skiptir mig líka miklu máli enda er það ein af ástæðunum fyrir því að ég fór í þennan miðil. Þetta eru ekki nema nokkrar myndir vegna plássleysis en allir eru velkomnir."

Sýningin opnar 24-10 kl:16:30- 18:00 en er svo opin á opnunartíma Frumherja, alla virka daga frá 8-16 (lokað í hádeginu milli 12:15-13:00). Henni lýkur 1. Nóvember.

   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurDalbraut 4, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449

    Persónuverndarstefna
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00