Dagdraumar - Ljósmyndaverk / Klippimyndir
24 október - 3 nóvember
Tónleikar og sýningar
Birta Margrét Björvinsdóttir býður öll velkomin á sýninguna hennar í Garðahúsi á Safnasvæðinu.
,,Verkin mín eru ljósmyndir sem ég hef tekið og gert úr þeim súrrealískar klippimyndir. Sýningin er hluti af menningarhátíðinni Vökudögum á Akranesi og það eru allir velkomnir."
Sýningaropnun er fimmtudaginn 24. okt kl 18:00-21:00 á Listagöngunni.
25. okt - 3. nóv verður sýningin opin kl. 13-17.