Jólasöngdætur Akraness 3.desember 2023
3. desember kl. 16:00
Tónleikar og sýningar
Jólin koma með Jólasöngdætrum Akraness sunnudaginn 3.desember 2023. í Tónbergi Sal Tónlistarskólans á Akranesi.
Vegna mikillar eftirspurnar eru aðeins örfáir miðar eftir á tónleikana klukkan 20.00 og því höfum við bætt við öðrum tónleikum klukkan 16.00!
Í ár ætla söngdætur að tileinka þessa tónleika minningu Tinnu Óskar Grímarsdóttur sem lést á árinu langt fyrir aldur fram. Tinna var dásamleg manneskja sem vildi öllum vel og var fyrirmynd fyrir okkur hin,hún var dugleg að dreifa út jákvæðni og sjá það fallega í öðrum,hún var líka með undurfagra söngrödd. Munu 1000 kr af hverjum seldum miða renna til góðgerðafélagsins Team Tinna. Einnig verður tekið við frjálsum framlögum bæði við Inngang og í hlé.
Um félagið Team Tinna:
TeamTinna eru félagasamtök til heiðurs Tinnu Óskar Grímarsdóttur. Þau voru stofnuð af hennar nánustu í maí 2023 og varð heimasíða félagsins opinberlega opnuð á afmælisdag Tinnu, 19. maí. Markmið félagsins er að halda minningu Tinnu á lofti og hafa hennar gildi að leiðarljósi. Haldnir verða skemmtilegir viðburðir í hennar anda þar sem safnað verður fyrir góðgerðamálum sem voru Tinnu kær. Félagið mun einnig halda áfram að styrkja samfélag Tinnu, Akranes, með ýmsum leiðum og dreifa gleði, jákvæðni og náungakærleik.
TeamTinna eru félagasamtök til heiðurs Tinnu Óskar Grímarsdóttur. Þau voru stofnuð af hennar nánustu í maí 2023 og varð heimasíða félagsins opinberlega opnuð á afmælisdag Tinnu, 19. maí. Markmið félagsins er að halda minningu Tinnu á lofti og hafa hennar gildi að leiðarljósi. Haldnir verða skemmtilegir viðburðir í hennar anda þar sem safnað verður fyrir góðgerðamálum sem voru Tinnu kær. Félagið mun einnig halda áfram að styrkja samfélag Tinnu, Akranes, með ýmsum leiðum og dreifa gleði, jákvæðni og náungakærleik.
Fram koma:
Söngur
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir
Hulda Gestsdóttir
Rakel Pálsdóttir
Rósa Guðrún Sveinssdóttir
Ylfa Flosadóttir
Valgerður Jónsdóttir
Hanna Þóra Guðbrandsdóttir
Hulda Gestsdóttir
Rakel Pálsdóttir
Rósa Guðrún Sveinssdóttir
Ylfa Flosadóttir
Valgerður Jónsdóttir
Píanó
Birgir Þórisson
Birgir Þórisson
Fiðla
Halldór Sveinsson
Halldór Sveinsson
Kontrabassi:
Birgir Bragason
Birgir Bragason
Fyrri tónleikarnir hefjast klukkan 16:00.
Seinni tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.
Miðasala fer fram í Eymundsson á Akranesi - verð eru 6500 kr.
Athugið! ekki er tekið við greiðslukortum.