Mannlíf undir Akrafjalli - Ljósmyndir og sögur
Haraldur Benediktsson bæjarstjóri Akraneskaupstaðar hélt frábært erindi um Jón Hreggviðsson á Vökudögum 2023, hann er mættur aftur til leiks og nú skal fjallað um mannlíf og búskap á Innnesinu.
Í tilefni af 110 ára starfsafmæli Búnaðarfélags Innri Akraneshrepps 1998, gekkst félagið fyrir söfnun ljósmynda af hversdagslegum störfum íbúana á Innnesinu í gegnum áratugina. Kennir þar margra grasa, byggignar, sjávarnytjar, landbúnaður og fólkið sem byggði sveitina. Elstu myndirnar eru frá um 1930 og framundir 1998. Farið er bæ af bæ og sýna hvernig búhættir hafa breyst, hvernig var byggt og starfað. Hvernig innnesingar gerðu sér glaðan dag og ýmis áhugaverð nýsköpun, þess tíma, eru gerð skil.
Gamli formaður Búnaðarfélagsins, Haraldur Benediktsson, ætlar að sýna okkur inní veröld Innnesinga og renna yfir þessar merkilegu heimildir um mannlíf undir Akrafjalli.
Boðið verður upp á kaffi og kruðerí.