Misa Criolla eftir Ariel Ramírez
Það er löng hefð er fyrir öflugu kórastarfi við Akraneskirkju og er aðalhlutverk kórsins að syngja við guðsþjónustur. Metnaður kórsins er mikill og hann æfir einnig fyrir tónleika sem haldnir eru að minnsta kosti tvisvar á ári, ýmist með kirkjulegu eða veraldlegu efni. Nú síðast voru haldnir nýárstónleikar í fyrsta sinn í Bíóhöllinni og fengu þeir tónleikar frábærar undirtektir Skagamanna.
Þann 26.október kl. 16.00 ætlar Kór Akraneskirkju, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, að flytja hina léttu og líflegu suður-amerísku messu, Misa Criolla, eftir Ariel Ramirez. Misa Criolla (eða kreóla messa) er epískt verk, eða messa, flutt á spænsku og sett á hefðbundna hljóma og takta suður-ameriskrar tónlistar. Jarðneskur söngur Andesfjallanna er guðdómlegur þegar hljómsveit, kór og einsöngvarar sameinast um flutning sem verður að sannfærandi heild. Ariel Ramirez var innblásin af gauchos (kúrekum) og kreólum í Suður-Ameríku. Misa Criolla samanstendur af fimm sálmum: „Kyrie“, „Gloria“, „Credo“, „Sanctus“ og „Agnus dei“. Ramirez lýsir henni sem virðingarvotti til mannlegrar reisnar, hugrekkis og frelsis.
Hljómsveitin er skipuð suður-amerískum og íslenskum tónlistarmönnum.
Einsöngvarar og hljómsveit:
Edgar Enirque Albitres Gonzales - einsöngur og panflauta
Hector Meriles – klassískur gítar, Pedro Antonio Toto – sítar,
Salvador Machaca – flautur, Gunnar Gunnarsson – píanó,
Birgir Bragason – kontrabassi, Pétur Grétarsson – slagverk
Steef van Oosterhout – slagverk.
Stjórnandi – Hilmar Örn Agnarsson
Miðasala tónleikanna er á tix.is https://tix.is/event/18386/misa-criolla-eftir-ariel-ramirez
Miðaverð kr. 5.000
Armbönd á HEIMA-SKAGA veita 30% afslátt ef keypt er við innganginn.