RAJA Yoga hugleiðslunámskeið
25-26 janúar
Fjölskylda og félagsstarf
Verið hjartanlega velkomin á grunnnámskeið í Raja Yoga hugleiðslu og opna hugleiðslutíma á Akranesi í janúar.
Staðsetning: Stúkuhúsið Kaffi, á Byggðasafninu í Görðum,
Garðarholt 3, 300 Akranes
Garðarholt 3, 300 Akranes
Aðgangur ókeypis og öll eru velkomin, byrjendur jafnt sem lengra komnir.
Hugleiðslunámskeiðið er tvö skipti og verður haldið lau. 25. jan. og sun. 26. jan. kl. 16:15-18:15 og fer skráning á það fram hér: http://lotushus.is/dagskra-skraning/
Einnig verður boðið upp á opna hugleiðslutíma alla þriðjudaga í janúar; 7., 14., 21. og 28. janúar 2025 kl. 18:15-19:00.
Öll eru velkomin í þá og skráning óþörf
Öll eru velkomin í þá og skráning óþörf
Nánari upplýsingar um Lótushús: https://lotushus.is/
Um námskeiðið:
Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand. Raja Yoga hugleiðsla byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og hjálpar okkur m.a. að byggja upp sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.
Hugleiðsla hefur í gegnum aldirnar verið ein einfaldasta og áhrifaríkasta leiðin til að öðlast jákvæðara og kyrrara hugarástand. Raja Yoga hugleiðsla byggir á upplifun einstaklingsins á sínu innra sjálfi og hjálpar okkur m.a. að byggja upp sanna sjálfsvirðingu og virkja þá góðu eiginleika sem innra með okkur búa.
Námskeiðið er ætlað byrjendum jafnt sem lengra komnum og kenndar eru einfaldar hugleiðsluæfingar sem gagnast við að takast á við áskoranir daglegs lífs.
Það sem þú gætir fengið út úr námskeiðinu:
Djúpstæð upplifun af innri friði.
Betri skilningur á eigin sjálfi.
Einfaldar hugleiðsluæfingar sem hjálpa þér að gera hugleiðslu að reglubundinni iðkun (jafnvel þó þú hafir ekki mikinn tíma).
Einföld verkfæri sem hjálpa þér að takast á við hinar ýmsu áskoranir daglegs lífs.
Aðferðir sem geta hjálpað þér að takast á við streitu og andlega þreytu og skapað innra jafnvægi og ró.
Djúpstæð upplifun af innri friði.
Betri skilningur á eigin sjálfi.
Einfaldar hugleiðsluæfingar sem hjálpa þér að gera hugleiðslu að reglubundinni iðkun (jafnvel þó þú hafir ekki mikinn tíma).
Einföld verkfæri sem hjálpa þér að takast á við hinar ýmsu áskoranir daglegs lífs.
Aðferðir sem geta hjálpað þér að takast á við streitu og andlega þreytu og skapað innra jafnvægi og ró.